Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 50

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 50
48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Þótt það heyri ekki beinlínis undir þennan pistil, finnst mér ég ekki geta skrifað svo um líf sjómannsins og af- komu hans, að ég minnist ekki sjó- mannskonunnar, því að engum manni er nauðsynlegra en sjómann- inum að eiga sér góða eiginkonu. Á því veltur afkoma hans og hvort hann á eitthvað fyrir sig að leggja í ellinni. Ég hef oft séð það um dagana, að mismunurinn getur orðið mikill í ell- inni á kjörum skipsfélaga með sömu tekjur og fjölskyldustærð. Önnur hjónin hafa orðið að búa í kjallara- holu við rýran kost, þegar atvinnu- tekjum sleppti, en hin búið vel í ell- inni að sínu. Það er ekki lítið sem mæðir á sjómannskonunni, þegar maðurinn er fjarvistum mest alla starfsævina og það er hverjum sjó- manni guðsgjöf að eiga góða eigin- konu, sem heldur vel á tekjum manns síns, svo að eitthvað verði af- gangs til elliáranna fyrir þau bæði. Það prédikaði ég stöðugt fyrir mínum mönnum í Sjómannafélag- inu, að fara í land meðan þeir væru á góðum aldri, ef þess væri nokkur kostur, þeim myndi ganga illa að fá góða vinnu, ef þeir kæmu ekki fyrr en aldraðir og útjaskaðir og þyrftu þá að fara að aðlaga sig nýju starfi, ef þeir þá fengu nokkuð. Sjómönnum varð afturámóti gott til starfa, eftir að vinna tók að aukast í landi, ef þeir fóru í land um miðjan aldur. Þeir þóttu þá manna bestir verkmenn. Aldraðir sjómenn komu oft á skrif- stofu félagsins og voru svo sem hressir karlarnir í tali eins og sjó- manna er vandi, en margir þeirra voru þó í vandræðum með sjálfa sig; voru einbúar og leiddist að hafa ekk- ert fyrir stafni og engan félagsskap. Við í Sjómannafélaginu fögnuð- um því manna mest, þegar farið var að vinna að stofnun elliheimilis fyrir sjómenn. Sigurjón Ólafsson, for- maður félagsins þá, var einn af hvatamönnum þess og í undirbún- ingsnefndinni að stofnun Sjómanna- dagsráðs og upphafsmaður þeirrar tillögu sem hann flutti á aðalfundi sjómannasamtakanna 1939, að þau einbeittu sér að því að safna fé til byggingar elli- og sjúkraheimilis fyrir aldraða sjómenn. Það var kosin fjáröflunarnefnd og var Sigurjón for- maður hennar. Fjáröflunin til þess- arar byggingar varð þó fljótlega al- gerlega á vegum Sjómannadagsráðs. Fyrsta skóflustungan að Hrafnistu- heimilinu var tekin 1. nóvember 1952 og gerði það Björn Ólafs, sem hafði verið gjaldkeri fjáröflunarnefndar og mikill áhugamaður um framgang þessa máls. Hornsteinninn að Hrafnistu var síðan lagður á Sjó- mannadaginn 1954 og fyrstu vist- mennirnir fluttu inn á Sjómannadae- inn 1957. Hrafnistuheimilin Teikningar: Sigfús Halldórsson Starfsemi Sjómannadagsráðs í málefnum aldraðra er löngu lands- kunn og þarf ég ekki að rekja hana hér. Þegar ég kem inná Hrafnistu- heimilin verður mér hugsað til sjó- mannanna í þurrabúðarkofunum á Kvíabryggju, sem voru fótfúnir og bognir í baki, að snapa sér í soðið og hirða ruslfisk sér til matar. Alltaf voru þeir í sömu lörfunum, helga daga sem virka, einir og umkomu- lausir að bauka sér við að elda sér vatnsgraut á kamínu eða sjóða sér bútung, sem þeir borðuðu með bræðing. Þeir urðu að þvo úr rýjun- um sínum sjálfir og hirða kofa sinn; það var að vísu fylgst meira með þeim en gerist oft um einstæðinga hér í Reykjavík, menn urðu þess fljótt varir í fámenninu ef þeir voru ekki á ferli og þá farið að hyggja að þeim. Þeir lágu því sjaldan lengi dauðir í kofum sínum, eins og hér getur gerst um einstæðinga, og hefðu þeir ferlivist voru þeir í snert- ingu við mannlífið í kringum sig, en þeir voru samt mest einir og um- hirðulausir; engin höfðu þeir blöðin, ekkert útvarpið né sjónvarpið, engar bækur, engin voru ferðalögin, sjald- an neinn læknir, þó eitthvað amaði að þeim; sótt eitthvert meðalasull, við einhverjum sjúkdómi, ef það dróst á langinn fyrir þeim banaleg- an. Svo var skrifað vottorð: dó úr innanmeini. Ég get líka sem hægast hugsað mér örlög sjálfs mín, sem átti 25 krónur í vasanum eftir streðið á unglingsárunum, ef ég hefði orðið að búa við það sem kynslóðin á und- an mér varð að búa við, að þræla í vistböndum ungann úr ævinni og síð- an búhokur á rýrðarkoti eða sjósókn á opnum bátum, sem ekki náðu fiski nema á grunnslóð á heimamiðum og vertíðir brugðust þeim stundum al- gerlega. Skúturnar björguðu miklu en togararnir þó enn meiru; ég komst á góða skútu hér syðra, og fljótlega á togara og bjargaðist, en faðir minn af kynslóðinni á undan dó í húsmennsku og var hann þó manna duglegastur og sparsamastur. Að- stæðurnar voru óviðráðanlegar. Það er erfitt að gera ellina glaða fyrir þeim, sem ellin hrjáir með sín- um ellisjúkdómum, en munurinn, sem er á kjörum aldraðs fólks nú almennt og var almennt í mínu ung- dæmi, held ég sé ekki á neinn hátt mælanlegur. Þetta er allt annar heimur. En þótt svo sé þegar á heild- ina er litið, þá er enn margur ein- stæðingurinn, sem fáir hirða um, en dregur fram lífið á ellilaunum, sem engum manni nægja til sómasamlegs lífsviðurværis og það eru enn nóg verkefni fyrir hugsjónamenn í mál- efnum aldraðra. En mikið hefur áunnist, það er mér og eflaust flest- um minna jafnaldra ánægja að votta ef það kynni að verða styrkur og hvatning þeim, sem nú halda uppi merki aldraðra og fylkja fleirum undir það merki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.