Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 34

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 34
„ Okkur hefur tekist að halda í horfinu - en aðeins meðpví að vera stöðugt með hnefann á lofii og hóta hörðu. “ (Ljósm. Sjómanna- dagsblaðið/Björn Pálsson.) „Viljum gjarna að menn komi og skammi okkur - við erum ekkert brothættir hérna!" „Birgir Björgvinsson gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur segir frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið og heggur á bæði borð þegar kjaramálin ber á góma". Birgir Björgvinsson hefur setið í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur íþrettán ár - lengst af sem varagjaldkeri en var kjörinn aðalgjaldkeri á sl. ári. Hann hefur verið fastur starfsmaður félagsins sl. þrjú ár og er því nákunnugur öllum þeim mörgu sem reglulega líta við á skrifstofunni. En þrátt jyrir svo langa setu í stjórn eru tengsl hans við félagið eldri, því hann byrjaði að taka þátt í félagsstarfinu um 1970. Einboðið varað fara fram á að eiga viðtal við hann í tilefhi af stórafmæli Sjómannafélagsins sem fyrir dyrum stendur. - Birgir var til sjós þar til fyrir aðeins þremur árum og segist ekki enn vera búinn að átta sig á breytingunni - „enda átti égaldrei von á að égætti eftir að sitja daginn langan við skrifborð og yfirfara reikninga“ segir hann. En maður sem er svo nýkominn af „vígvellinum “fer ekki í neinargrafgötur um það sem er að gerast meðal félaga sinna. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur að undanfórnu staðið í ströngu og umbúðalaust tungutak Birgis verður ekki misskilið af viðsemjendum við samningaborðin. Baráttumálin ber líka að sjálfsögðu á góma í viðtalinu hér á eftir, þótt fyrst spyrjum við Birgi um uppruna hans og langan sjómannsferil. „Ég er fæddur á ísafirði þann 30. júní 1939 og þar átti ég heima fyrstu níu ár ævinnar“ segir Birgir. „Faðir minn var Björgvin Pálsson skipstjóri, fæddur á Hellissandi en fluttist vestur og var lengi skipstjóri á Valdísinni og fleiri af „Dísunum“ vestra á sínum tíma. Móðir mín, Jóhanna Jónasdóttir, var hinsvegar fædd og uppalin á ísafirði. En níu ára missti ég föður minn og móðir mín flutti til Reykjavíkur með okkur börnin, en við vorum fimm.“ Fékk fyrsta skipsplássið tólf ára „Ég mun hafa verið aðeins tólf á ára þegar segja má á að ég hafi byrjað sjó' mennskuferilinn - rétt skriðinn upp th barnaskólanum: Atvikaðist það svo að fyrir góðra manna orð fékk ég starf sem messagutti á gömlu Esju og þótt það stæði ekki nema í nokkra mánuði má segja að ég hafi verið viðloðandi sjóinn upp frá því, eða eftir að ég hafðj klárað þetta vanalega skyldunám. A árunum eftir 1955 var ég á netum a vertíðarbátum sem reru frá Suðut' nesjum og Reykjavík og í milli var eg á síld og um tíma í landi. Þá fór eg með gamla Ægi í síldarleit - og má víst segja að það hafi verið hálfgert flökt a rnanni á þessum árum. Árið 1958 var ég á Maríu Júlíu 1 fyrsta „Þorskastríðinu“ og mun óg segja þér eitthvað frá þeirn „hasar“ hef rétt á eftir. Ári síðar réði ég mig til Eimskip í tvö ár en fór þá í „slorið" að 34 SJÓMANNADAGSBLAÐjP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.