Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 54

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 54
Manni verður hugsað um hve mikið er hægt að gera á skömmum tíma á neyðarstundu. Þegar fáninn hvarf í hafið leit Ólafur Tómasson á úrið sitt og var klukkan þá nákvæmlega fimm mínútur yfir hálfníu, en skeytið hæfði Dettifoss við vaktaskiptin hálfníu. Hafa því varla liðið meira en fimm til átta mínútur frá því er ósköpin riðu yfir og þar til skipið var sokkið! Ekki verður feigum forðað... „Mér hefur oft orðið hugsað til þess hve skrýtið það var hverjir komust af og hverjir fórust - til dæmis mennirnir sem voru frammi í. Aftur á móti fórst einn af kyndurunum, Helgi Laxdal, sem var afburða hraustur maður: Varla var búið að varpa akkeri einhvers staðar svo að hann væri ekki kominn í sjóinn til þess að synda. Hann var á leiðinni aftur eftir þilfarinu stjórn- borðsmegin þegar flekinn sem ég gat um hrökk út og í sjóinn. Þeir Tryggvi Steingrímsson þjónn og Theódór Rósantsson farþegi komust strax upp á flekann. Helgi stökk í sjóinn og hugðist ná til flekans einnig - en náði honum aldrei. Þeir köstuðu þó til hans bjarghring, en drógu ekki og þarna hvarf hann þeim sjónum. Sama mátti segja um Jón Bogason bryta. Hann var fyrsti maðurinn sem við ætluðum að taka upp í bátinn - en hverfur okkur sjónum með öllu sem fyrr segir. Hann fannst rekinn síðar og hefur því verið á floti, enda í lífbelti. Þá var það merkilegt með konurnar tvær f sjónum. Hvað réði því að bát- num sló flötum og annarri varð bjarg- að en hin hvarf? Þá var það kynlegt að Jóhannes Sigurðsson búrmaður hitti Anton Líndal 2. matsvein aftur við flekann sem flestir komust á og segist ekki finna neitt lffbelti. Anton hefur þá engin orð um en leysir af sér sitt líf- belti og fær honum. Jóhannes klæðir sig í beltið og fara þeir báðir í sjóinn: Anton kemst á flekann - lífbeltislaus, en hinn drukknar... Eitt merkilegt man ég sem Nikólína Kristjánsdóttir þerna sagði mér síðar. Kvöldmatur um borð var etinn klukkan sex og margir, þar á meðal Jón Bogason bryti, höfðu fyrir sið að leggja sig eftir matinn. Þetta hafði hann gert kvöldinu áður og sofnaði eiginlega strax. Þess skal getið að hann var tvíkvæntur og hafði misst fyrri konu sína úr einhverjum sjúkdómi. En sem hann sofnar þarna dreymir hann undarlegan draum: Honum þykir sem fyrri kona sín komi til sín og furðar sig á hvað hún sé að gera þarna. En hún svarar og segir: „Ja, ég var send til þess að taka á móti þér.„ Jón vaknar við þennan draum og veltir honum eitthvað fyrir sér en sofnar svo aftur. En þá ber svo við að hann dreymir nákvæmlega sama drauminn! - Jón var fullorðinn maður og ákaf- lega sjóndapur og notaði mjög þykk gleraugu. Því var Nikólína þerna vön að líta inn til hans á kvöldin og aðgæta hvort hann vantaði eitthvað, áður en hún gekk sjálf til náða. Jón reyndist ekkert vanta en segir henni samt þennan furðulega draum sinn. Hvorugt skildi merkingu draumsins þá, en eftir að Jón fórst varð merkingin því ljósari.“ Hjá Eimskip í 40 ár „Eftir að Dettifoss var skotinn niður réði ég mig sem 1. vélstjóra á gamla Willemoes sem Eimskip hafði keypt og hét nú Selfoss. Þegar félagið síðar keypti gömlu Kötluna fórum við nokkrir gömlu vélstjóranna af Dettifossi yfir á það skip — og er ekki að orðlengja það að upp frá því starf- aði ég hjá Eimskip í 40 ár, eða til ársins 1982. Þá var ég orðinn 65 ára. Of langt yrði að telja upp öll þau skip sem ég var á, en síðast var ég á Selfossi sem 1. vélstjóri. Þó greip ég inn í sem 1. vélstjóri eftir þetta þegar eftir því var leitað. Ég kvæntist árið 1952 og er konan mín Eybjörg Sigurðardóttir. Við eigum fjögur börn, tvær stúlkur og tvo drengi. Elstur er Þorvaldur, síðan Geir. þá Lovísa og loks Valgerður. Ég held að þrátt fyrir áfallið a Dettifossi hafi ég verið á réttri hillu 1 lífinu í starfi mínu sem vélstjóri. Að minnsta kosti dreg ég í efa að ég hefú' nýst þjóðfélaginu betur á annan hátt! Hér með þökkum við Geir ]■ Geirssyni vélstjóra fyrir frábæra frásögn af endalokum Dettifoss. Þau hjón búa að Hagamel 30 í Reykjavík og áður en blaðamaður Sjómanna- dagsblaðsins kveður verður hann þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að skoða fágætlega fagra muni sem GeU hefur skorið út í tré eða smíðað 1 málm - þar á meðal sveinsstykkið fra vélsmiðjunni á Þingeyri sem ber l*r' lingnum fagurt vitni. Aðrir mumr hans sýna ósvikið listamannshan<i' bragð, þótt Geir af hógværð sinn1 mundi sjálfsagt vilja draga úr þem1 orðum. Við óskum þeim konu hans alls hins besta og ítrekum þakkir fyrlf frásögn sem ekki var annað hægt e° hlýða á sem bergnuminn.“ Atli Magnúss°n 54 SJÓMANNADAGSBLAglP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.