Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 105

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 105
SS. Nordbo. Aberdeen. Grays Harbour 1. febrúar 1924 Kœri Björn! Með innilegustu ósk um gleðilegt nýtt ár og hjartans þökk fyrir það gamla. Nú er jeg staddur nálægt landa- mærum Kanada og Bandaríkjanna hátt uppi í landi á fljóti sem heitir Columbia River og lestum við húsavið hjer á fjórum stöðum, sem við eigum að fara með til Yokohama og Tokyo höfuðborgar Japan. Hringinn í kringum mig sé jeg eintómar sögunarmyllur og enda- lausan skóg þar sem hinir villtu indíánar rjeðu ríkjum fyrir mannsaldri síðan og hundruð fleka skógarhöggs- manna koma fljótandi niður fljótið daglega. Hjer er mikið unnið, en þó mun taka þrjár vikur að lesta skipið því við tökum 6 milljónir kubik-feta af timbri. Jeg vona að mamma hafi fengið brjef það sem jeg skrif- aði henni fyrir mánuði síðan í Fíladelfíu. Síðan hef jeg fengið þá skemmtilegustu ferð sem jeg hef upplifað þaðan upp undir miðjarðarlínuna og yfir um til San Francisco og hingað. Reyndar um eitt tímabil, vikuna í gegnum Vestur Indíur, frá San Salvador fram hjá Kúba og Haiti og alla leið til Colon hjelt jeg að hitinn ætlaði að sálga mjer. Jeg hafði aðeins einar þunnar buxur og þunna skyrtu og jeg gat undið úr þeim sveitann tvisvar á dag og um kroppinn hlupu upp eldrauðir flekkir, en það versta var að augnahvarmarnir bólgnuðu svo að jeg var ekki líkur neinum manni og heldur ekki neinni skepnu og jeg skalf af hræðslu þegar jeg leit í spegil, því svo afmyndaður hjelt jeg að enginn gæti orðið af hita. Skipshöfnin hjelt jeg að mundi fá hitasótt og að leita yrði læknis á eyjunum, en smám saman fór þetta að lagast og þegar við komum til Colon fann jeg ekki til neins og andlitið rjetti sig smátt og smátt. Nú sjást þess varla nierki nema liturinn, því þar sem sólin náði að skína varð hörundsliturinn eins og kaffi sem gleymst hefur að láta rót í. Alls staðar fórum við fram hjá hinu fegursta landslagi eins og á eyjunum í Vestur Indíum, og þegar við komum ht á Kyrrahafið sigldum við nálægt landi undan hinni sólríku Ameríkuströnd þar sem piparinn grær, frarn hjá Costa Rica, Honduras, og silfurlandinu Maxico og fram hjá gulllandinu Californíu, þar til við komum til gullborgarinnar San Francisco vestursins himnaríkis, þar sem gulli og ríkidæmi er staflað saman. Jeg var í sjöunda himni þegar við sigldum í gegnum Gullna hliðið »Golden Gate“ Innsiglingin er álíka mjó og frá Suðurtanganum og yfir á Naustin með snarbrött fjöll á báða bóga. Við stóðum aðeins við þarna í þrjá daga. Port Seattle, Washingtonfylki, sjö dögum síðar Jeg bið þig að afsaka að jeg hef nú hvílt mig við að skrifa brjefið í heila viku, en það er vegna þess að það hefur gengið með hálfgerðu báli og brandi milli okkar háset- anna og kapteinsins út af kaupinu. Þegar við eigum að fá okkar danska kaup útborgað í dollurum verður það að engu, vegna þess hvað danska krónan stendur lágt gagn- vart dollar og kaupið lítið í „forvejen". Hjer hafa þeir á amerískum skipum sem siglt hafa á milli landa 60 doll- ara, en á skipum sem sigla milli hafna í innan- landssiglingum með timbur 80 dollara, fimmfalt meira en við höfðum hjer um borð. Þeir sem vinna í landi hafa frá 80 centum upp í dollar á tímann og er þetta fylki Washington talið eitt hið besta með alla atvinnu af Bandaríkjunum. Nú er fjöldi af motorskonnortum að búa sig undir að fara á laxveiðar upp til Alaska og jeg myndi hafa fengið mjer skiprúm ef jeg vissi ekki hvað jeg er mikill klaufi að fiska. Jeg vildi að þú værir kominn, þú myndir geta rifið upp þjenustu þar. Jeg hef talað við marga áreiðanlega menn sem segja að þeir þjeni vanalega frá 10 þúsund upp í 20 þúsund dollara á fimm mánaða tímabili. En hjer er allt dýrt, t.d. einn rakkústur með sápu kostar hálfan annan dollar og annað eftir því. Ódýrasta hús- næði og fæði sem hægt er að fá kostar hálfan annan dal á dag. Jeg og fleiri ætluðum að strjúka í Aberdeen (US) ef við fengjum ekki meira kaup og vorum við búnir að fá atvinnu sem skógarhöggsmenn með sex dollara á dag sent er nærri 40 krónur. I gær eftir morgunverð héldum við allir í halarófu upp til skipstjórans og sögðum að annaðhvort fengjum við rneira kaup eða við tækjum pokana okkar og færum í land einn sem allir og allir sem einn. Við sögðum honum að hann gæti ekki haldið okkur um borð, hefði brotið samninga og væri háður bandarískum lögum að geta ekki haldið okkur nauðugum um borð. Sagði hann þá að við gætum fengið 80 japönsk „jen“ á mánuði. Eitt „Yen“ er 3 krónur og tvö „yen“ eru dollar. Jeg get verið ánægður því mitt kaup er nú þrefalt meira en jeg hafði áður. Við gengum að þessu og annað kveld leggjum við af stað til Yokohama sem við búumst við að koma til í mars. Jeg bið þig að skila hjartans kveðju til mömmu og systkina minna og biðja mömmu að senda mjer það sama mál af SIÖ Van NADAGSBI.AÐIÐ 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.