Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 107

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 107
Miss Gnðrún Jónsdóttir Heimabœ Hnífsdal Isajjarðarsýslu Iceland via Copenhagen S/S Nordbo, Yokohama, Japan 5. mars 1924 Kœra frœnka! Nú hottar hin fagra, undirförula og ástglettna kvöld- gyðja á Skinfaxa, svo hann skundar sjer að hverfa bak við eldfjöllin í vestrinu, og þegar hún hverfur niður fyrir hnjúkana, blaktir hennar hrífandi gyllta hár fyrir vind- inum og kastar gullbjarma yfir himinninn og skýin og sendir blómagörðunum hjer í austursins Paradís seinasta kveðjukoss með fingrunum, einmitt á sama tíma sem hin rósfingraða morgungyðja heima rís úr rekkju sinni og stráir geislum sínum yfir vora fallegu snævi þöktu tinda, og þú byrjar að klæða þig með stýrurnar í augunum og jeg sest niður við að skrifa þjer að loknu dagsverki. Jeg get sagt nú að ég hafi runnið kringum hnöttinn á lukkunnar hverfandi hjóli. Þegar jeg var í Reykjavík hjelst þú víst að jeg væri á grafarbarminum; mjer þykir oijög leiðinlegt að jeg ekki gat kvatt þig, en þú varst rokin upp á Kjalarnes og þar sem jeg er frændi þinn unynda jeg mjer að þú viljir frjetta af mjer, enda þótt jeg sje ævintýramaður. Eftir að jeg fór frá Reykjavík fór jeg til Kaupmannahafnar og ráfaði þar um í hálfan annan mánuð, þangað til jeg fjekk leið á því. Annars var ætlun mín að reyna að komast á sjóliðsforingjaskólann og hjekk jeg á þeim eins og grenjandi ljón; en það var ekki dl að tala um nema jeg hefði stúdentspróf, en til að taka það þarf jeg tvö ár, og það kostar marga peninga. Svo skrifaði jeg til stjórnarráðsins hvort jeg gæti fengið styrk hjá ríkinu til að læra með það takmark fyrir augum að fá stöðu á íslensku strandvarnaskipi. En ég hefi ekki fengið neitt svar, náttúrulega þurfti það að fara í gegnum þingið. Svo þegar ég sá að aurarnir ætluðu að ganga til þurrðar, fieðist jeg á s/s Nordbo, splunkunýtt skip sem hljóp af stokkunum sama daginn og jeg var skrásettur. Það er S400 smálestir að stærð, stærra skip en þú nokkurn tíma hefur sjeð, skip þar sem við hrærum út 500 lítra af máln- ingu í einu til að klessa utan á það. Með því fór jeg jómfrúrferðina til Kiel og Hamburg, þaðan til New York og Philadelphia, svo niður í Vestur- Indíur, Colon í Panama þar sem hitinn ætlaði að sálga mjer. Svo til San Francisco, síðan frá Hoqiam Aberdeen (í Washingtonfylki - innsk.) nærri landamærum Canada upp fljót til Tacoma, Seattle og Everett. Síðan hingað til Japan þar sem hitinn er mátulegur en mongólarnir of margir og ljótir; ekki skaltu samt gleðja þig yfir að stúlkurnar hjer sjeu ljótar, margar þeirra gefa ykkur hvítu alls ekkert eftir; reyndar sný jeg mjer burt þegar jeg mæti þeim gömlu, því þær eru ljótar, drottinn minn dýri. Hjer eru það austurlanda prangararnir sem ætla að gera út af við okkur með öllu því glingri sem þeir stilla upp fyrir framan okkur á þilfarið, dýrmætum hlutum úr gulli og silki sem er fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks og er leiðinlegt að við ekki förum heim því þá væri hægt að hafa með sjer margan þann hlut sem eigulegur væri. Hingað komum við með húsavið, svo Japanarnir geti farið að byrja að reisa skýli yfir höfuðið á sjer, því enn liggja þeir í tjöldum og hreysum vegna hins voðalega jarðskjálfta. Er sorglegt að sjá eyðilegginguna, því hjer stendur ekki steinn yfir steini, eins og komist er að orði f Biblíunni. Hjeðan förum við til Sjingsjan í Kína eða hvern skollann það heitir og svo aftur til San Francisco. Þar býst ég eins við að jeg strjúki, því þótt jeg lifi hjer í lukkunnar vel- standi og hafi gott kaup, þá er Ameríka framtíðarlandið fyrir þá sem duglegir eru og vilja komast áfram, án þess jeg telji mig í þeirra tölu. Hvar sem jeg nú um heiminn flækist, þá vona jeg að þú hugsir vel til hans frænda þíns og óskir honum alls hins besta og þá skulum við bíða og sjá hvað úr mjer getur orðið. Vertu svo Guði á hendur falin og jeg vona að þú eigir mörg ánægjusöm og gleðirík ár fyrir höndum. Þess óskar þinn einlægur frændi Henry P.s. Jeg bið þig að fyrirgefa hvernig þetta er skrifað, því satt að segja hefi jeg ekki haft góðan frið til að skrifa, því fje- lagarnir eru það sem maður kallar „fullir“ og eru með ólátum svo jeg varð að loka mig inni í borðstofunni, en nú hafa þeir brotið hurðina. :SJöMannadagsblaðið 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.