Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 123

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 123
átti að sækja gegn hvassviðri af suðaustri. Skyggni var allgott á sjó úti, en myrkvi yfir jöklunum. Þegar komið var austur undir Ingólfshöfða vantaði klukkuna tuttugu mínútur í eitt. Þá sá áhöfn flugvélarinnar þrjá togara sem allir voru að veiðum og virtust ískyggi- lega nærri landi. Einkum virtist ótví- tætt að tveir þeirra væru innan við fiskveiðitakmörkin. Flugvélin lækkaði nú flugið og sveif yfir togurunum sem næstir voru landi. Sá áhöfnin nafn og númer beggja. Sá þeirra sem var nær landinu hét Van Dyck og hafði einkennisbókstafina 0-298. Þessi tog- ari var stórt skip, nýlegt og hið glæsi- legasta. »Nú, það er svona“ sagði Guðmundur Kjærnested. „Ætli maður kannist ekki við dallinn!“ Jú, Erling Magnússon var ekki frá því að svo mundi vera. Togarinn Van Dyck frá Ostende í Belgíu hafði tvis- var verið tekinn í landhelgi, þó að hann væri tiltölulega nýtt skip. Hinn togarinn reyndist einnig belgískur. Var hann merktur 0-294. Báðir full- trúar Landhelgisgæslunnar mældu stað skipanna og sýndi það sig af mælingunurn að Van Dyck var innan við hin gömlu fiskveiðitakmörk - og hitt skipið reyndist einnig í landhelgi.“ Landhelgisbrjótur truflaði opinbera heimsókn forseta íslands! »Nú varð uppi fótur og fit í flugvél- tnni. Öll áhöfnin var jafn áhugasöm um það að skálkarnir slyppu ekki, fieldur fengju makleg málagjöld og sérstaklega lék piltunum hugur á að Van Dyck gengi ekki úr greipum íslenskrar réttvísi. Var þegar ákveðið að ná talsambandi við Pétur Sigurðsson forstjóra Landhelgis- gæslunnar. Var Guðmundi Kjærnested kunnugt um að forstjórinn var stadd- Ur í Vestmannaeyjum, hafði farið þangað á varðskipinu Þór - í fylgd með forseta Islands og frú hans. Flugstjórinn hafði tal af stöðvar- stjóranum í Vestmannaeyjum og bað hann að ná í Pétur Sigurðsson forstjóra til viðtals við Guðmund Kjærnested sem staddur væri í flugvélinni Glófaxa, er væri í gæslu- flugi út af Ingólfshöfða. Stöðvar- stjórinn kvaðst ekki vita hvar for- stjórinn væri niður kominn, en flugstjórinn lagði áherslu á að komið væri til hans boðunum um viðtal við Guðmund. Eftir stutta stund hringdi stöðvarstjórinn. Kvað hann for- stjórann hafa gengið í kirkju með forsetahjónunum. Væri messu ekki lokið - og væri engan veginn við- eigandi að ónáða forstjórann. - Flugstjórinn tjáði nú Guðmundi Kjærnested orð stöðvarstjórans og spurði hvað segja skyldi. „Seg þú“ mælti Guðmundur, „að hér sé ekkert undanfæri. Pétur Sigurðsson hafi lagt svo fyrir að umsvifalaust sé haft tal af honum þegar vörn og virðing landhelginnar sé annars vegar. Nú verður Guð að bíða og við að ná í Pétur, enda hygg ég að það muni Guði þóknanlegt að sá háttur sé á hafður, svo sem nú er ástatt.“ Þessi boð bar flugstjórinn án undan- dráttar til stöðvarstjórans og nú lofaði hann að senda þegar mann í kirkjuna með kvaðningu til forstjórans. Nú víkur sögunni til Vestmannaeyja. Stöðvarstjórinn lét ekki sitja við orðin ein. Hann sendi þegar mann í Landakirkju. Sendiboðinn var ekki kominn alla leið, þá er kirkju- klukkurnar kváðu við og messufólkið streymdi út. Honum þótti auðveldast mjög erindi sitt, þegar hann sá þetta, og gekk hann rakleitt í kirkju. Stóðu þá á kórgólfi forsetahjónin, sóknar- prestur í messuklæðum, bæjarfógeti og Pétur Sigurðsson forstjóri. Kom sendi- boðinn kvaðningunni á framfæri og Pétur Sigurðsson brá við fljótt og fór Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgis- gœslunnar. Hann var við messu ásamt for- seta Islands þegar fregnin barst. til viðtals við menn sína er biðu hans óþreyjufullir í Glófaxa, sem sveiflaði sér um loftið yfir veiðiþjófunum. Forstjórinn náði fljótlega sambandi við Glófaxa og var honum sagt hvað borið hefði til tíðinda. Var auðheyrt á málhreimi hans að hann fysti að sjá á nýjan leik gamlan kunningja, þar sem var hinn belgíski Van Dyck. Lagði forstjórinn svo fyrir að flugvélin héldi sig yfir togaranum uns nánari fyrir- mæli bærust. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.