Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 50

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 50
50 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Skipstjóri hættir aldrei að læra“ — segir Þorsteinn Auðunsson togaraskipstjóri í skemmtilegu og fróðlegu spjalli við „Sjómannadagsblaðið“ Meðal kunnustu skipstjóra landsins hafa þeir Iöngum verið „Auðunsbræður“ eins og þeir hétu manna á meðal í daglegu tali, enda voru þeir fimm skipstjórar í senn á tímabili. Þeir voru allir miklir sjómenn og feng- sælir og settu svip á samtíð sína. Einn þeirra og sá næst elsti er Þor- steinn Auðunsson skipstjóri. Hann er nú 77 ára að aldri og er sestur í helgan stein eftir rúmlega hálfrar aldar veru á sjónum. Þorsteinn hef- ur ekki tölu á þeim skipum, togur- um og bátum, sem hann hefur ver- ið skipstjóri á né hve löng skip- stjórnartíð hans var. En augljóst er að maður sem hann hefur frá mörgu að segja. Við báðum hann að rekja hið helsta frá ferli sínum og tók hann vel í það. Fer viðtal blaða- manns Sjómannadagsblaðsins og Þorsteins Auðunssonar hér á eftir. „Við og okkar fólk höfum löngum talið okkur vera af Húsafellsættinni, en móðir okkar, Vilhelmína Sigríður Þorsteinsdóttir, var þeim megin frá og faðir hennar, Þorsteinn Gíslason frá Meiðastöðum í Garðinum. Faðir minn, Auðunn Sæmundsson, er hins vegar ættaður úr Njarðvíkum og það- an kemur afi minn, Sæmundur Jóns- son,“ segir Þorsteinn í upphafi spjalls okkar. „Og öll fæddumst við systkin- in á Minni Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd, enda kenndi pabbi sig alltaf við þann bæ. Við vorum þrettán systk- inin, eitt lést í frumbernsku, en af þeim tólf sem lifðu voru sjö bræður og fimm systur og á Minni Vatnsleysu ólumst við upp og ég var 15 ára þeg- ar ég fór að heiman til sjós og við bræður hver af öðrum. Ef ég tel okk- ur bræður upp eftir aldursröð þá var Sæmundur elstur fæddur 1917, þá ég fæddur 1920, Gunnar fæddur 1921, Halldór fæddur 1922, Gísli fæddur 1924, Auðunn 1925 og loks Pétur fæddur 1928. Þeir Halldór og Pétur létust báðir tvítugir að aldri en við Sögumaður okkar í upphafi skip- stjómarferils síns. hinir bræðurnir fimm lögðu allir sjó- inn fyrir okkur og var til þess tekið að við vorum allir skipstjórar á sama tíma. Auðunn faðir minn var sjómaður alla sína tíð. Lengi vel gerði hann út frá Vatnsleysu, byrjaði með árabáta en eignaðist svo tólf tonna bát sem hét Sæbjörg og hann gerði út í nokkuð mörg ár. Fyrst var hann á línu á vetr- arvertíð á þessum báti og reri þá frá Sandgerði, en á netavertíðinni reri hann heiman að. Þá var notuð skekta til þess að komast út í bátinn og koma aflanum í land. En svo fór að útgerð- in gekk ekki sem best og hann missti Sæbjörgu. Eftir það eignaðist hann minni bát, sjö tonna, og gerði hann aðeins út á net heiman að á vertíðum. En því ver rak þennan bát upp í óveðri og hann brotnaði. Þá fór pabbi út í trilluútgerð og reri á trillunni heiman að nokkrar vertíðir.“ Níu ára á þorskanet „Já, það leiddi af sjálfu að við bræðurnir lærðum áralagið um leið og við byrjuðum að ganga, ef svo má segja, enda byggðist öll fæðuöflun fyrir heimilið á fiski. Lítilsháttar bú- skapur var stundaður jafnframt — við vorum með einar fimm kýr og nokk- uð af kindum. Þannig gefur auga leið að við systkinin höfðum nóg fyrir stafni. Eg var ekki nema níu ára þegar ég fór á þorskanet með mági föður míns, en pabbi var þá með bát í Njarðvíkun- um. En það þótti slæmt að vera ekki með einhverja útgerð heima svo Bjarni Stefánsson frá Stóru Vatns- leysu, mágur pabba, fékk lánað fjög- urra manna far og tók að róa á honum frá Minni Vatnsleysu. Við Sæmundur bróðir minn gerðumst hásetar hjá honum ásamt vetrarmanni sem hjá okkur var, Haraldi að nafni og ætt- uðum úr Grímsnesi. Meðalaldur áhafnarinnar var því ekki hár. Við rer- um svo á þessum báti að heiman og fiskuðum ágætlega. Ekki hef ég víst gert mikið gagn — en ég gat þó blóðgað fiskinn og árlagið kunni ég og gat róið. Eg minnist þess frá þess- ari vertíð að í apríl — en við rerum með rauðmaganet líka — gerist það að við fengum þorsk í rauðmaganetin. Bjarna datt þá í hug að þorskur hefði gengið inn á víkina í útsynningi sem um þessar mundir var á og landlega hjá pabba. Hringdi nú Bjarni í hann og bað hann fyrir alla muni að útvega okkur þrjú eða fjögur net og pabbi varð við því og kom með fjögur net. Netin felldu þeir um kvöldið rétt fyrir utan vörina og þótti mér súrt í broti að fá ekki að fara með að vitja um, þar sem pabbi var heima. En ekki er að orðlengja það að þama tvíhlóðu þeir bátinn með þessum fjórum netum á einni nóttu. Það voru 400 fiskar. Næstu nótt reyndu þeir aftur, en þá var fiskur horfinn." Læknuð sjóveiki „Nú segir fátt af sjómennsku minni fyrr en ég var kominn yfir fermingu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.