Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 65

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 65 „Vistin um borð í ítölsku togurunum var ágæt“ Viðtal við Ólaf Tryggvason matsvein sem hér segir meðal annars frá árásinni á Súðina og siglingum sínum á stríðsárunum s g er fæddur að Norðurstíg 3 í Reykjavík þann 28. mars 1912,“ segir Ólafur. „Foreldrar mínir voru þau Jónína Guðjónsdóttir ættuð úr Arnessýslu og var stofustúlka eins og gerðist í þá daga eftir að hún fyrst kom til Reykjavíkur. En svo réði hún sig sem skipsþerna á norskt skip og þar kynntist hún föður mínum, sem var brytinn um borð í skipinu. En þau kynni leiddu samt ekki til neins meira. Síðar sigldi hún á dönskum skipum sem sigldu til Amer- íku og víðar og í heimsstyrjöldinni fyrri var hún í siglingum á norsku skipi. Fyrir frammistöðu sína þar fékk hún orðu fyrir dugnað og æðruleysi. Síðar kynntist hún svo eins og gengur ungum manni sem hún giftist og eign- aðist með honum syni. Aður hafði hún þó dvalið í tvö ár í Bandaríkjun- um með öðrum manni sem hún kynnt- ist þar. I fjarveru móður minnar ólst ég upp hjá móðursystur minni, Sigríði Guðjónsdóttur og hennar manni, Guðmundi Guðjónssyni vélstjóra. I Reykjavík ólst ég upp og var eitt sum- ar í sveit um fermingaraldurinn. En þegar ég kom til Reykjavíkur að nýju greip mig óstjórnleg löngun til þess að komast um borð í eitthvert far- þegaskip. Móðir mín var vel kynnt á skipunum og skrifaði meðmælabréf handa mér, sem kom að góðu haldi. Móðursystir mín tók einnig vel undir þetta og fór að stjá með bréfið og ræddi við bryta á ýmsum helstu skip- um hér. Þetta bar þann árangur að ég var ráðinn um borð í Goðafoss 1927. Þar var ég í tvö ár sem káetugutti sem þjónustaði farþegana, og er í sjálfu sér fátt frá þeim árum að segja annað en það að auðvitað var það stórkostleg upplifun fyrir ungan dreng að koma til fjarlægra landa og sjá þessar miklu borgir. Einkum er mér það minnis- Ólafur Tryggvason: „Það furðulega var að allan túnann hélt ég á könn- unni og þaðfór ekki úr henni dropi! “ (Ljósm. Sjómdsbl. AM) stætt þegar ég kom í Hagenbeck- dýragarðinn í Hamborg, en hann var frægur um víða veröld. Þá voru “rút- síbanar” í garðinum sem ég fór vitan- lega í og ekki minnkaði það hrifning- una. Þá var ég svo heppinn að allt frá byrjun fann ég varla til sjóveiki. En vinnutíminn var afar langur, því auk þess að þjónusta farþegana þurfti ég að sendast fyrir búrmanninn og kokk- inn niður í kjallara eftir vörum, svo ég var á eilífum þönum. Þá var ég látinn hjálpa þemunni við að hreinsa klef- ana. Ég fór á fætur klukkan sjö á morgnana og vann allt til miðnættis." Kennslan var í því fólgin að fylgjast með kokkunum „En 1929 skipti ég um skiprúm og fór um borð í gömlu Esju sem síðar var seld til Suður-Ameríku. Þar varð ég aðstoðarkokkur, þótt ég hefði enga kennslu hlotið í matreiðslu nema þá að fylgjast með kokkunum á Goða- fossi. En það var líka talsverð fræðsla. Ekki man ég hve lengi ég var um borð í Esju en þegar ég fór þaðan minnir mig að ég hafi ráðið mig sem hjálpar- kokk um borð í borð í togara, gamlan kláf. Þar líkaði mér ekki vistin svo ég sagði upp og réði mig sem hjálpar- kokk um borð í annan togara, Tryggva gamla. Þar var ég fáeina mánuði en réð mig þá á gamla Selfoss og nú sem fullgildur kokkur. Eftir það var ég ráðinn matsveinn á Dettifoss og fékk aðstoðarkokk, enda var skip- ið um 1500 smálestir. í þá daga var hér ekki neinn matsveinaskóli — nema reynslan. En á grundvelli reynslunar fékk maður að taka próf og það gerði ég. Prófið var haldið í gamla Stýrimannaskólanum og próf- dómarinn var danskur matreiðslu- maður. Við vorum fjórir eða sex sem þreyttum prófið og ég stóðst það og fékk mitt skírteini. Þetta mun hafa verið árið 1933. Við sigldum mikið á Þýskaland og það fór nú svo að við á Dettifossi eignuðumst marga þýska ungnasista fyrir kunningja, þótt við lýstum okkur ekki neina skoðanabræður þeirra. Einn helsti foringi ungnasistanna í Hamborg var góður vinur skipstjórans og var oft boðinn til miðdegisverðar um borð ásamt fjölskyldu sinni. Þar sem leirtauið um borð var allt með hakakrossmerkinu hreifst hann mjög af því og var eitt sinn leystur út með gjafapakka með borðbúnaði Eim- skipa! Þessa nutum við strákamir á skipinu, því þegar við komum inn á okkar eftirlætiskrá og þennan mann bar að, lét hann taka frá gott borð handa okkur, sama hve troðið var af fólki á staðnum — og allt var frítt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.