Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 101

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 101
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 101 tala en að bæta við þetta. Hann dró upp peningaveskið sitt og setti á sig gleraugu, barðist lengi við að koma spöngunum aftur fyrir eyrun. Hann hafði verið búinn að undirbúa þetta, því eftir skamma leit tók hann fram sjálfblekung og ávísanahefti. Hann skrifaði hægt og skriftin var klunna- leg, dökkar og hrjúfar hendurnar stun- gu í stúf við þennan gula, vandaða pappír. Loks reif hann blaðið úr heft- inu og strauk af því neftóbakskornin. Blekið var ekki þornað og dróst út í æsilega stróka, eins og rok léki um stafina. —Ég er búinn að rétta mörg- um sjómönnum peninga, Maríus. Þú verður sá síðasti. Hann leit aftur á hann, sjónglerin stækkuðu augun og gerðu þau sakleysisleg eins og í barni. —Nú hef ég selt bátinn og á þó tals- verða peninga Maríus, þótt þeir eigi þetta mest í bönkunum, eins og geng- ur. En þetta hefur verið gott starf. Þú ert mannsefni, Maríus og hefðir átt að eignast bát og festa þig við eitthvað og þú ert þó vélstjóri og orðinn tutt- ugu og fimm ára. Þú ættir að finna þér væna konu, þær fá mann til að stansa og hugsa sig um, konurnar. —Ekki fannst þú þér neina. —Nei, en ég vildi að ég hefði gert það á sínum tíma sjáðu til. Þá hefði ég átt að einhverju að hverfa núna, ekki verið einn á reit. Það er einmanalegt, þótt auðvitað gæti verið að konan væri dáin nú, þótt ég hefði eignast hana, því maður er farinn að eldast. En þá mætti vera að það væru börn, ha? Sjálfur á ég ekki nema fósturbarn, hana Evlalíu. Það er allur munur, þótt auðvitað sé ekki hægt að kalla hana stúlku lengur, fullvaxta konu. Já, hún heitir það, var skírð í höfuðið á móð- ur sinni. Einu sinni átti ég átt kost á þeirri konu. Við vorum þá bæði ung. En það átti ekki fyrir okkur að liggja að eigast, þótt við vildum það bæði jafn mikið. —Hvers vegna? Jóhannes réttist í sætinu og nýtt él af tóbakskornum feyktist niður á skyrtuna hans. —Það var vegna þess að ástin var svo mikil, sagði hann al- varlegur. Við ólumst upp saman á Hellissandi og vorum alveg eins og systkini. Við fermdumst saman og á fermingardaginn ákváðum við að við ætluðum að eigast. Svo urðum við samferða til Reykjavíkur þegar við vorum bæði átján ára gömul. Ég ætl- aði að fara að vinna í kolum en hún við matseld á Laugarnesspítala. Föð- ursystir hennar var matráðskona þar. Kvöldið sem skipið fór báðu foreldrar hennar, Jakob og Guðlaug heitin, mig alveg sérstaklega fyrir hana á skipinu. Við vorum tvö saman í minnsta klef- anum og urðum að deila einni koju. Þá hefði það átt að gerast, en það varð aldrei. —Hvaða rolugangur hefur þetta verið? —Nei, það var ekki beinlínis rolu- gangur, Maríus. Heldur var ég alltaf að hugsa um hverju ég hefði lofað Jakobi og Guðlaugu og vildi ekki svíkja það. Samt var einn beggja vilji og það get ég sagt þér að ég festi ekki mikinn svefn þessa nótt. Við lágum og héldust í hendur og ég titraði alveg eins og lauf... Röddin brast næstum og hendurnar titruðu þegar hann þreif pilluöskjuna og barði henni af ákafa í borðið. —Löngunin var svona mikil, sagði hann næstum afsakandi þegar Maríus hafði fundið pilluna sem hafði flogið út á gólfið og fengið honum. — Já, löngunin var svona afskapleg. Við hittumst að vísu einu sinni nokki'u eft- ir að ég kom suður. Það var í kola- myrki norður undir gasstöðinni og ég á leið vestur aftur, búinn að ráða mig á vertíð heima. Þá var eins og við fyndum það bæði að ekki mundi verða neitt úr neinu, fyrst það gerðist ekki á skipinu. Já, það er skrýtið en þó satt. En um veturinn heima komst ég að því að Jakob og Guðlaug heitin höfðu einmitt vonast til að við ætt- umst. Það var eiginlega þess vegna sem þau báðu mig að líta eftir henni þarna á skipinu, en ég bara misskildi það. Því fór nú ver... —Þú hefðir bara átt að drífa þig suður og kippa þessu í lag. —Já, ég hugsaði oft um það, en annars held ég að þetta hafi bara ekki átt að verða. Það er stundum þannig. Hún giftist strætisvagnstjóra ári sein- na og þau eignuðust eina dóttur. Mað- urinn hennar var í viðhaldinu við vagnana og ég sá hann oft og hitti hann einu sinni. Hann hét Guðmund- ur. Ég sá auglýst svartbaksegg í blaði og þá var það hann sem var að selja þau, því hann var úr Vestmannaeyj- um. En hann dó eftir að þau höfðu verið gift í aðeins þrjú ár og hún ekki löngu á eftir. Þá tóku Jakob og Guð- laug heitin telpuna hennar í fóstur... —Svo þú hittir hana þá ekki aftur? —Nei, en það var mér að kenna. Ég sá hana stundum álengdar á götu eftir að hún giftist, en gat ekki fengið mig til að gera vart við mig. En aftur á móti átti það svo að fara að þegar þau Jakob og Guðlaug heitin voru orðin of fullorðin að ég tók að mér að ala önn fyrir henni Evlalíu litlu —já, svona eftir því sem ég gat — svona sjómaður. —Jóhannes, ég þarf að fara upp og sækja aðstoð handa þér. Ég fæ bíl til þess að aka þér á sjúkrahúsið — þú getur ekki verið svona, maður. Jóhannes hóf báðar hendur upp í andmælaskyni og lófarnir sneru fram. —Nei, ég þarfnast ekki læknis, Marí- us. Ég er fullfær um að fara allra minna ferða, treystu því. Mér líður stórum skár núna. —En þú þarft að láta rannsaka þig maður. Þú stendur ekki á fótunum. Ég ætla að hita okkur kaffi. Viltu brauð? —Nei, ekkert kaffi, Maríus minn. Og ekkert brauð heldur. Sérðu ekki að ég er veislubúinn? Hann tók ofan gleraugun og það var einkennileg glettni í daufum en þó hitasóttargljá- andi augunum. Menn koma ekki ekki til veislu eftir að hafa troðið sig út af mat, það veistu þó. —Veislu? —Ja, há. Ég á kunningja sem lof- aði að halda mér veislu þegar ég hefði skilað af mér bátnum, og nú ætla ég að láta hann efna það. Hann kemur bráðum og sækir mig, sjáðu til. Maríus þagði drjúga stund. Senni- lega var Jóhannes með óráði, spariföt- in, bullið um þessa veislu og þennan kunningja benti til þess. Líklega voru það allar þessar pillur... —Ég ætla að minnsta kosti upp og fá mér kaffi og eitthvað í svang- inn. Viltu að ég komi með eitthvað handa þér — einhverja hressingu? Þetta síðastnefnda var aðeins til þess ætlað að blekkja gamla manninn. Hann var ráðinn í að snúa ekki aftur fyrr en hann hefði tryggt að hann kæmist á sjúkrahús. —Nei, alls ekki. En far þú. Ég verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.