Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Síða 16

Eimreiðin - 01.01.1953, Síða 16
Kalda stríðið og íslenzk menning, i. Nýr „ismi“ hefur bætzt við alla fyrri ,,ismana“ í Evrópu: Anti-Ameríkanisminn.' Og eins og allir aðrir ,,ismar“ ber hann dauðann með sér, hrömar og hrekkur upp af áður en varir, en er þó orðinn svo magnaður, að Bandaríkjamenn eru sjálfir farnir að veita honum eftirtekt. Andúðin gegn Ameríku er að vísu gamalt fyrirbrigði í Evrópu. Sú andúð á sér stjórnmálalegar, fjárhagslegar, sálfræðilegar og menn- ingarlegar orsakir. En andúð þessi hefur færzt í aukana á undanförnu tímabili tveggja heimsstyrjalda af sömu ástæð- um og andúð getur skapazt og magnazt hjá ósjálfbjarga aumingja gagnvart voldugum velgerðarmanni sínum. Kalda stríðið svonefnda, sem nú geisar milli Ameríku og Vestur-Evrópu annars vegar og Austur-Evrópu og mikils hluta Asíu hins vegar, hefur orðið þess valdandi, að andúðin gegn Ameríku hefur birzt víðs vegar um Evrópu í nýjum myndum. Það vekur enga furðu, þó að kommúnistar í Austur- Berlín máli á húsarústimar heima hjá sér „Ami, go home“, með stórum stöfum, og aðrar álíka upphrópanir. En þegar sama fyrirbærið gerist vestur eftir allri Evrópu og nær jafn- vel alla leið vestur til vatnsgeymanna á öskjuhlíð, þá er það talandi tákn þess, að kalda stríðið er nú háð svo að segja um alla jarðkringluna. Stokkhólms-friðarávarpið fræga og önnur svipuð, innhlásin af anda þessa stríðs, eru ljós dæmi um nýjustu sálnaveiðamar, sem notaðar eru í baráttunni um heimsyfirráðin. 1 hinum frægu greinum, sem Stalin reit í tímaritið Bölchevik nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt, hélt hann þvi fram, að bæði Japan, England og Frakkland, svo og önnur lönd Vestur-Evrópu, yrðu þegar í stað að rífa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.