Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.01.1953, Blaðsíða 86
74 RITSJÁ EIMREIDIN kemur nú heil halarófa af dáendum og stælendum Laxness og staglast ó þessum orðum og rithætti í útþynnt- um „Gerplum" komandi ára. — En ég leyfi mér að vara þá við að reyna að feta í fótspor snillingsins. Gerpla er hvergi nærri sambæri- leg hinum mestu skáldsögum Lax- ness, er ég nefndi í byrjun þessa máls, — sem skáldrit. Þó er Gerpla þrungin af krafti, mögnuð bók, en að mörgu leyti ósanngjörn, full af öfgum, eins og gerist í riddarasögum og trúarbragðabókum. Spottið er „dia- bóliskt11, um allt á himni og jörðu, mundu fáir þora að láta slíkt frá sér fara, málsmetandi menn, aðrir en Halldór Kiljan Laxness. Ég kann aldrei vel við ýmsar tik- túrur Laxness í rithætti, til dæmis „norðrí“, „fyren" o. s. frv. — mér finnst það óþarfi og óprýða málið. Annars er slæmt, að menn skuli aldrei geta komið sér saman um að rita eitt islenzkt mál. Þorsteinn Jónsson. ÁSTMEY NAPÖLEONS MIKLA. Fyrir jólin 1952 kom á bókamark- aðinn sögulegur róman, Desirée, eftir Annemarie Selinko, i þýðingu Her- steins Pálssonar (Draupnisútgáfan). Við söguleg rök hefur róman þessi að styðjast í nokkrum atriðum, svo sem þeim, að aðalpersónan, Desirée Clary, var til og um skeið ástmey Napó- leons, áður en hann kvongaðist Josephine de Beauharnais. Desirée, sem var ekki nema 15 ára, þegar hún kynntist Napóleon, giftist siðar einum hershöfðingja hans, Jean-Bap- tiste Bernadotte. Hann varð konung- ur í Svíþjóð og hún drottning þar. Þetta eru lielztu sannsögulegu atrið- in, sem höfundurinn hefur að uppi- stöðu, en ívafið er furðu litskrúðugur hugarburður og allvel fallinn til að æsa forvitni lesenda, enda er sagan orðin metsölubók á liðnu ári í ýms- um löndum Evrópu og einnig komin út i Bandaríkjunum. Islenzkir út- varpshlustendur fengu einnig söguna í smóskömmtum nýlega. Desirée er rituð í dagbókarformi, það er sjálf aðalpersónan, sem ritar dagbókina á sinn kvenlega og kank- vísa hátt. Það getur verið góð dægra- stytting að lesa bókina, en frá list- rænu, bókmenntalegu sjónarmiði er hún vart mikill viðburður. „Það er eiginlega synd að pára á þessi hvítu, fallegu blöð,“ lætur höf- undurinn Desirée rita á fyrstu siðu dagbókar sinnar. Þetta eru orð að sönnu, og þessa synd hefði Anne- marie Selinko aldrei þurft að fremja. Sv. S. LAUST MÁL I—II, Rvk 1952 (ísafoldarprentsmiSja h.f.). Úrval óbundins máls Einars skálds Benediktssonar í 2 bindum er einhver merkasta bókin, sem út kom hér á landi á síðastliðnu ári. En hún kom á bókamarkaðinn fyrir jólin i vetur. Steingrimur J. Þorsteinsson, prófessor, valdi efnið, bjó það til prentunar, og ritar að lokum ævisögu skáldsins. Af hógværð sinni velur hann þessari ævi- sögu þó heitið æviágrip, en það tekur yfir rúmlega 220 bls. af bindunum, sem alls eru nokkuð á 8. hundrað blaðsiður. Mun þetta þvi það itar- legasta, sem um Einar hefur verið ritað til þessa. Segja má, að seint verði rituð ævisaga hans svo tæmandi megi teljast, svo viðburðaríkt var lif hans, svo fleygur skáldandi hans og svo miklar voru sýnir hans um fram- tið Islands og sögu. Hann var í rík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.