Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Side 86

Eimreiðin - 01.01.1953, Side 86
74 RITSJÁ EIMREIDIN kemur nú heil halarófa af dáendum og stælendum Laxness og staglast ó þessum orðum og rithætti í útþynnt- um „Gerplum" komandi ára. — En ég leyfi mér að vara þá við að reyna að feta í fótspor snillingsins. Gerpla er hvergi nærri sambæri- leg hinum mestu skáldsögum Lax- ness, er ég nefndi í byrjun þessa máls, — sem skáldrit. Þó er Gerpla þrungin af krafti, mögnuð bók, en að mörgu leyti ósanngjörn, full af öfgum, eins og gerist í riddarasögum og trúarbragðabókum. Spottið er „dia- bóliskt11, um allt á himni og jörðu, mundu fáir þora að láta slíkt frá sér fara, málsmetandi menn, aðrir en Halldór Kiljan Laxness. Ég kann aldrei vel við ýmsar tik- túrur Laxness í rithætti, til dæmis „norðrí“, „fyren" o. s. frv. — mér finnst það óþarfi og óprýða málið. Annars er slæmt, að menn skuli aldrei geta komið sér saman um að rita eitt islenzkt mál. Þorsteinn Jónsson. ÁSTMEY NAPÖLEONS MIKLA. Fyrir jólin 1952 kom á bókamark- aðinn sögulegur róman, Desirée, eftir Annemarie Selinko, i þýðingu Her- steins Pálssonar (Draupnisútgáfan). Við söguleg rök hefur róman þessi að styðjast í nokkrum atriðum, svo sem þeim, að aðalpersónan, Desirée Clary, var til og um skeið ástmey Napó- leons, áður en hann kvongaðist Josephine de Beauharnais. Desirée, sem var ekki nema 15 ára, þegar hún kynntist Napóleon, giftist siðar einum hershöfðingja hans, Jean-Bap- tiste Bernadotte. Hann varð konung- ur í Svíþjóð og hún drottning þar. Þetta eru lielztu sannsögulegu atrið- in, sem höfundurinn hefur að uppi- stöðu, en ívafið er furðu litskrúðugur hugarburður og allvel fallinn til að æsa forvitni lesenda, enda er sagan orðin metsölubók á liðnu ári í ýms- um löndum Evrópu og einnig komin út i Bandaríkjunum. Islenzkir út- varpshlustendur fengu einnig söguna í smóskömmtum nýlega. Desirée er rituð í dagbókarformi, það er sjálf aðalpersónan, sem ritar dagbókina á sinn kvenlega og kank- vísa hátt. Það getur verið góð dægra- stytting að lesa bókina, en frá list- rænu, bókmenntalegu sjónarmiði er hún vart mikill viðburður. „Það er eiginlega synd að pára á þessi hvítu, fallegu blöð,“ lætur höf- undurinn Desirée rita á fyrstu siðu dagbókar sinnar. Þetta eru orð að sönnu, og þessa synd hefði Anne- marie Selinko aldrei þurft að fremja. Sv. S. LAUST MÁL I—II, Rvk 1952 (ísafoldarprentsmiSja h.f.). Úrval óbundins máls Einars skálds Benediktssonar í 2 bindum er einhver merkasta bókin, sem út kom hér á landi á síðastliðnu ári. En hún kom á bókamarkaðinn fyrir jólin i vetur. Steingrimur J. Þorsteinsson, prófessor, valdi efnið, bjó það til prentunar, og ritar að lokum ævisögu skáldsins. Af hógværð sinni velur hann þessari ævi- sögu þó heitið æviágrip, en það tekur yfir rúmlega 220 bls. af bindunum, sem alls eru nokkuð á 8. hundrað blaðsiður. Mun þetta þvi það itar- legasta, sem um Einar hefur verið ritað til þessa. Segja má, að seint verði rituð ævisaga hans svo tæmandi megi teljast, svo viðburðaríkt var lif hans, svo fleygur skáldandi hans og svo miklar voru sýnir hans um fram- tið Islands og sögu. Hann var í rík-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.