Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1953, Page 70
Máttur mannsandans eftir dr. Alexander Cannon. VII. kafli. Undirvitund og djúpvitund. [Islenzka þýðingin á hugtökum þeim í nútima-sálfræði, sem á ensku eru einkennd með orðunum consciousness, subconsciousness og unconsciousness, hefur verið nokkuð á reiki og um þau notuð ýms orð, sitt é hvað. I kafla þeim, sem hér fer á eftir, nota ég orðið vitund um „consciousness", undir- vitund um „subconsciousness" og djúpvitund (fjarvitund) um „unconscious- ness“, en á þessu þrenns konar sálarástandi er gerður skýr greinarmunur hjá höfundi kaflans. Þá notar höfundurinn einnig orðið superconsciousness stundum um djúpvitundina, og hafa menn stundum þýtt það orð yfirvitund á íslenzku (sbr. super-naturalisme, sem hefur verið þýtt yfirnáttúruskoðun, leitt orð og langt). Hávitund nota ég heldur en yfirvitund um þetta orð. Þýð.] Vér skulum nú íhuga þær tvær megindeildir mannshugans, sem nefndar eru undirvitund og djúpvitund. I nútíma-sálfræði er tmdirvitundin einn geysiviður geymir óræðra hæfileika, þar sem hlaðizt hafa upp og skráðar hafa verið allar liðnar endur- minningar og skyggningar hugans, reynsla hans, eftirtekt og þekking, sem með hæfilegri örvun er hægt að vekja upp aftur í vitundinni. En hafi nútíma-sálfræðin rétt fyrir sér í þessu, þá verður einnig að gera ráð fyrir djúpvitund, sem líka mætti nefna hávitund hugans, uppsprettu fjölda geðbrigða, skynjana, fjöl- þættrar reynslu og þekkingar, sem sjálf vitund vor hefur ekki komizt í samband við, en getur þó undir sérstökum kringum- stæðum spannað. Þessi djúpvitund vor víkkar, verði hún fyrir ákveðinni örvun, þenst út og þróast — og getur undir áhrifum dáleiðslu orðið hluti af vitund vorri. Þessari þenslu eða upphafn- ingu djúpvitundarinnar má líkja við aukna sjónhæfni augans. Út-fjólubláu og út-rauðu geislarnir í litrófinu eru ósýnilegir aug- um vorum. En séu augu vor gerð hæf til að skynja sveiflur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.