Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 82

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 82
SKAPAR ÆFINGIN MEISTARANN? erlendar rannsóknir á æfingakennslu ekki getað ýtt stoðum undir þessa skoðun og niðurstöður rannsókna á áhrifum og árangri æfingakennslu hafa leitt til mis- munandi niðurstöðu (Wallace 1991, Feiman-Nemser og Buchmann 1987). Á íslandi mennta þrjár stofnanir almenna kennara: Kennaraháskóli íslands, Háskóli íslands og Háskólinn á Akureyri. Við allar þessar stofnanir er æfinga- kennsla hluti af náminu, en að öðru leyti er mjög ólíkt hvernig æfingakennslan.ær skipulögð í hverri stofnun. Lengd æfingakennslunnar, undirbúningur kennara- nema og önnur tilhögun er mismunandi, enda er um að ræða ólíkt kennaranám, annars vegar þriggja ára nám þar sem faggrein og kennslufræði er kennt samtímis en hins vegar eins árs nám að loknu að minnsta kosti þriggja til fjögurra ára námi í kennslugrein. Eins og nefnt var hér á undan eru niðurstöður erlendra rannsókna á kennaramenntun misvísandi en sárafáar ef nokkrar rannsóknir hafa farið fram á kennaramenntun á íslandi, á náminu í heild eða þætti æfingakennslunnar. Brýnt er að slíkar rannsóknir fari fram, ekki síst vegna þess hversu mikið mið kennara- menntun hlýtur að taka af þeim aðstæðum sem hún fer fram í og því þjóðfélagi sem hún á að þjóna. Mclntyre (1988) hefur til dæmis lagt áherslu á mikilvægi þess að skoða kennaramenntun í því samhengi sem hún fer fram í. Hann telur að erlendar rannsóknir á kennaramenntun geti vissulega haft yfirfærslugildi en ekki megi ganga að því sem vísu. Til að bregðast við skorti á rannnsóknum á þessu sviði hef ég á undanförnum árum kannað kennsluréttindanám sem fram fer við Háskóla Islands (sjá Töflu 1). í þessari grein, sem byggð er á fyrrgreindri rannsókn, er þáttur æfingakennslu athugaður sérstaklega. Sjónum er beint að því hvort lengd æfingatímabils og gæði æfingakennslu fari ávallt saman, hvernig fræði og framkvæmd tengjast þegar á vettvang er komið og hvaða áhrif samband æfingakennara og kennarnema getur haft á þá tengingu. RANNSÓKNIN Rannsókn sú sem hér er til umfjöllunar var unnin með eigindlegri aðferð. Fylgst var með verðandi tungumálakennurum á meðan þeir stunduðu nám í kennslufræði til kennsluréttinda við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að kennaramenntun er ekki aðeins bundin því umhverfi sem hún fer fram í, heldur er námið einnig mjög einstaklingsbundið og hefur ólík áhrif og mismun- andi þýðingu fyrir hvern einstakling (Hafdís Ingvarsdóttir 1993, Calderhead og Robson 1991, Tamir 1991, Weinstein 1990). Ég vildi skoða þau áhrif sem æfinga- kennsla hefur á kennaranema, skoða viðhorf hvers þátttakanda og reynslu hans af náminu. Af þessum sökum varð tilviksathugun fyrir valinu sem rannsóknaraðferð, en hún flokkast undir eigindlegar rannsóknaraðferðir (Patton 1987). Með þessari aðferð er unnt að rannsaka náið hvert einstakt tilvik, í þessu tilfelli einstakling (Patton 1987). Gögnum var safnað með dýptarviðtölum með opnum spurningum sem miðuðu að því að laða fram viðhorf og hugmyndir nema til tungumálakennslu almennt, um góðan tungumálakennara og hugmyndir þeirra um hvernig best sé að læra erlend mál. Viðtölin voru síðan vélrituð orðrétt. Jafnframt voru persónulegar 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.