Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 106

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 106
ÁHERSLUR í STARFI SKÓLASTJÓRA Einnig kom fram marktækt samband milli endurnýjunar í starfi og aldurs þeirra skóla sem skólastjórar störfuðu við. Þeir skólastjórar sem telja að endurnýjun í starfi veiti sér ánægju eru hlutfallslega fleiri í eldri skólum (stofnaðir fyrir 1940) en þeim skólum sem nýrri eru. Nokkur munur kemur einnig fram milli kynja en hlut- fallslega fleiri konur en karlar telja að endurnýjun í starfi veiti sér ánægju. Loks kemur fram nokkur munur milli fræðsluumdæma og sker Reykjanes sig mjög úr því þar eru hlutfallslega fæstir sem telja að endurnýjun í starfi veiti þeim ánægju. Fræðsluskrifstofur - ráðuneyti Samkvæmt þessum niðurstöðum veita samskipti við fræðsluskrifstofur/ráðuneyti skólastjórum minnsta ánægju í starfi. Aberandi er hversu stór hluti skólastjóra setur þetta viðfangsefni í neðsta sæti eða um tveir þriðju þeirra sem svöruðu spurninga- listanum. Marktækur munur kom fram í svörum skólastjóranna eftir stærð skóla. Eftir því sem skólarnir verða stærri því minni verður ánægjan með þetta viðfangs- efni. Nokkur munur kom fram í svörum skólastjóranna eftir starfsaldri, en hlut- fallslega flestir þeirra sem eru með innan við ellefu ára starfsreynslu setja þennan málaflokk í neðsta sætið. Munur milli fræðsluumdæma var nokkur þar sem hlut- fallslega flestir skólastjórar í Reykjavík og á Vesturlandi töldu þennan málaflokk veita sér minnsta ánægju í starfi. BILIÐ MILLI RAUNVERULEGRAR OG ÁKJÓSANLEGRAR FORGANGSRÖÐUNAR Eins og fram hefur komið er í þessari könnun á störfum íslenskra skólastjóra stuðst við sömu málaflokka og McCleary og Thomson (1979) afmörkuðu sig við í rann- sókn sinni á forgangsröðun mikilvægra málaflokka hjá bandarískum skólastjórum. McCleary og Thomson (1979:15-16) höfðu jafnframt mikinn áhuga á að skoða mun- inn á raunverulegri og ákjósanlegri forgangsröðun þessara málaflokka hjá skóla- stjórum almennt og skólastjórum sem töldust skilvirkir í starfi. Helstu niðurstöður þeirra voru að munurinn milli þessara tveggja hópa fælist einkum í því að skilvirku skólastjórarnir hegðuðu sér meira í samræmi við það sem þeir ætluðu sér. Þeir töldu að munurinn fælist ekki í því að annar hópurinn gerði sér betur grein fyrir því hvað skiptir máli í skólastarfi heldur fyrst og fremst í því hversu meðvitaðir skólastjórar eru um hvernig best sé að forgangsraða verkefnum. McCleary og Thomson (1979:16-17) telja að skilvirku skólastjórarnir verji orku sinni og tíma frek- ar í námskrárvinnu og fagleg málefni en samskipti við fræðsluyfirvöld, fundi með foreldrum og samskipti við nemendur með hegðunarvandamál. Þeir benda á að rannsókn þeirra hafi jafnframt leitt í ljós að þessir skilvirku skólastjórar hafi haft góða aðstoðarskólastjóra sér til hjálpar, hafi kunnað að úthluta verkefnum, haft trú og traust á öðrum og verið meðvitaðir um muninn á þeim verkefnum sem kröfðust mikils forgangs og þeirra sem ekki þurfti að setja hátt á forgangslistann. Með þessar niðurstöður McClearys og Thomsons í huga er áhugavert að spyrja hvort þeir skólastjórar á íslandi sem tóku þátt í könnun þessari eigi eitthvað sam- 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.