Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1947, Page 55

Ægir - 01.04.1947, Page 55
Æ G I R 145 Tafla XXXII. Saltfiskútflutningurinn 1944 1946 (miðað við verkaðan fisk). 1946 1945 1944 kg kg kg Janúar )) )) )) Kebrúar 1 340 )) )) Marz 15 670 )) )) April 1 504 800 237 870 » Mai 1 620 500 » 53 767 Júni )) )) )) Júlí 280 000 )) 39 285 Agúst » 321 140 )) September 3 300 )) )) Október 866 700 » )) Nóvember 1 677 300 )) 726 750 Desember 1 317 370 1 330 )) Samtals 7 286 980 560 340 819 802 inn þó allmiklu ininni en hann hafði verið árið 1945 og undanfarin ár. Nam hann að- eins tæplega 73 þús. smálesta, en var árið 1945 tæpl. 123 þús. smálestir. Var verðmæti hans, svo sem áður hefur verið getið, um 62 milljónar króna. Því nær allur ísvarði fiskurinn fór á brezkan markað, en aðeins einn togarafarmur til Frakklands, en árið 1945 höfðu nokkrir farmar verið seldir til Belgíu, en vegna erfiðleika á viðskiptum, var ekki liægt að halda því áfram og sama er að segja um Frakkland. Freðfiskframleiðslan er, eins og áður liefur verið getið, orðin mjög veigamikill þáttur í framleiðslu sjávarútvegsins og þrátt fyrir það, að magn það, sem flutt var út á árinu 1946, væri um 5 þús. smál. minni en árið 1945, gefur það ekki rétta rnynd af framleiðslunni, því framleiðsla ársins 1946 var nokkru meiri en hún var árið áður. Alls nam útflutningur freðfisks tæplega 20 þús. smálestum, að verðmæti læplega 61 milljón króna, en magnið, sem flutt var út árið 1945 var rúml. 29 þús. smál. Mun fleiri lönd koma nú til greina sem innflytjendur freð- fisks, en verið hafði árið 1945 og undan- farin ár. Svo sem áður hefur verið getið, var gerður samningur við Rússland um sölu á 15 þús. smál. af freðfiski af framleiðslu ársins 1946, og er Rússland þar af leiðandi langstærsti kaupandi þeirrar vöru, svo sem sjá má í töflunni. Önnur lönd, sem fluttu inn allverulegt magn af l'reðfiski á árinu, voru Bandaríkin með 2900 smál., Frakkland um 2000 smál. og TékkóslÖvakía með tæp- lega 2000 smál. Af þessum löndum var Tékkóslóvakia nýr kaupandi, þar sem eng- inn fiskur hafði fyrr verið fluttur út frá ís- iandi til Tékkóslóvakiu eftir lok styrjaldar- innar, en auk þess voru nokkur lönd, svo sem Holland, Svíþjóð og Sviss, sem keyptu lítið magn af freðfiski, en vonir standa til, að í að minnsta kosti sumum þessara landa verði unnt að afla nokkurra markaða fyrir íslenzkan freðfisk, þegar fram líða stundir. Mjög óverufegur hluti freðfisksins var fluttur til Englands, og var þar aðallega um að ræða framleiðslu frá fyrra ári, sem ekki hafði unnizt tími til að flytja út fyrir ára- mót. Útflutningur á harðfiski og niðursoðnu fiskmeti var alveg hverfandi Htill á árinu, og var harðfisksútflutningurinn ekki hehn- ingur af því, sem liann var árið áður, en liins vegar hafði að vísu niðursoðna fisk- metið nærri tvöfaldazt að magni, og voru Bandaríkin aðalinnflytjendur þess, Tékkó- slóvakía með nokkuð rnagn, en önnur lönd með hverfandi lítið. Þorskalýsisútflutningurinn nam að þessu sinni um 7700 smál. og var að verðmæti um 28,5 millj. króna. Mestur hluti lýsisins, eða tæplega 6000 smál., fóru til Bandaríkjanna, en þau hafa verið stærsti kaupandinn að lýsi um mörg undanfarin ár. Mörg fleiri lönd komu þó til greina sem kaupendur og hafði þeim fjölgað frá því árið 1945, en þá höfðu einnig hætzt við ný lönd frá því, sem var á styrjaldarárunum, þegar möguleikar til verzlunarviðskipta opnuðust aftur á meginlandi Evrópu. Flest þessara landa voru með mjög smávægilegt magn að und- anteknu Bretlandi, sem hafði um 560 smá- lesla innflutning af lýsi, en önnur lönd voru Noregur, Danmörk, Belgía, Rússland, Sví- þjóð og Tékkóslóvakia, með 100 til tæplega 300 smálestir livert. Af karfahúklýsi og hvallýsi voru flutt-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.