Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1986, Side 48

Ægir - 01.01.1986, Side 48
Flateyri Trúnaðarmenn Fiskifélags íslands Að þessu sinni verða kynntir trúnaðarmenn í Stykkishólmi, á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og í Bolungavík. Þetta er 5. kynningarþátturinn en hina þættina er að finna í 5., 7., 10. og 11. tbl. Ægis 1985. Í5. tbl. fylgdu upphafsorð, sem sér- staklega skal bent á. Stykkishólmur Trúnaðarmaður Þórhildur Pálsdóttir, Lágholti 4 s.h. 93- 8194. V. 93-8136. Þórhildur er fædd í Stykkis- hólmi 14. október 1942. For- eldrar Áslaug Ingibjörg Þorvalds- dóttir og Páll Gísli Jónsson. Eiginmaður Þórhildar er Kristján Lárentsínusson skip- stjóri. Þórhildur hóf störf á skrifstofu Stykkishólmshrepps í janúar 1977. Flún vinnur þar m.a. við gerð hafnarskýrslna og reikninga vegna hafnarvogar er hreppurinn rekur. Þórhildur tók við starfi trúnað- armanns Fiskifélagsins eftir and- lát Haraldar ísleifssonar í apríl 1985, en Haraldur hafði gegnt því starfi í áraraðir. Þingeyri Trúnaðarmaður Leifur Þor- bergsson Fjarðargötu 10, s. 94- 8118. Leifur er fæddur 21. des- ember 1915 á Þingeyri. Foreldrar Þorbergur Steinsson skipstjóri og bóksali á Þingeyri og Jónína Benjamínsdóttir. Eiginkona Leifs er Áslaug Árnadóttir. Leifur lauk farmannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1944. Hann starfaði fyrst sem stýri- maður en síðar sem skipstjóri á bátum til 1975. Hann rekur nú bókabúð. Leifur varð trúnaðar- maður Fiskifélagsins 1972. Trúnaðarmaður Guðbjörn Páll Sölvason Ólafstúni 5, s. 94- 7798. Guðbjörn er fæddur á Flat- eyri 18. okt. 1945. Foreldrar Fanney Árnadóttir og Sölvi Ásgeirsson, skipstjóri. Eiginkona Guðbjörns er Áslaug Ár- mannsdóttir kennari. Guðbjörn lauk námi frá fiskimannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1966. Hann byrjaði sjómennsku ungur og hefur verið stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum. Guð- björn tók við starfi trúnaðar- manns af föður sínum 1976 en Sölvi var trúnaðarmaður Fiskifé- lagsins um mörg ár. Suðureyri Trúnaðarmaður Friðjón Guðmundsson Hlíðarvegi 2. S. 94-6165. Friðjón er fæddur 3. mars 1934 á Suðureyri. Foreldrar Elín Lára Jónsdóttir og Guð- mundur Jón Markússon. Eigin- kona Friðjóns er Fanney Guð- mundsdóttir. Friðjón byrjaði ungur að beita línu og stunda sjóinn. Hann var við þau störf í 3 ár á Akranesi, ásamt síldveiðum. 1974 hóf hann starf sem fiskmats- 40-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.