Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 37
MeiOyrSi og meiðyröamál. 157 hvort aðili hafi kannast við það, að hann hafi haft tiltekna ærumeiðingu í frammi — umræður eða samninga um annað en sáttamálið o. s. frv. Samkvæm þessari niður- stöðu hæstaréttar eru ákvæði 13. gr. laga nr. 85/1936, þar sem bannað er að leiða sáttamenn vitni, eða aðra, sem á sáttafundi kunna að vera, um skýrslur aðilja um mála- vöxtu eða sáttaboð. Þegar opinbert refsimál er höfðað, þá hvílir sönnunar- byrðin á ákæruvaldinu um öll þau atriði, er varða refsiskil- yrði ákærða, svo sem aldur, andlega heilbrigði almennt og þá er brot var framið eða telst hafa verið framið, og ásetn- ing, sbr. 108. og 109.gr.laga nr. 27/1951.x) I einkamáli mun sækjandi einnig bera sönnunarbyrði um þessi atriði. Um ásetning má sérstaklega geta þess, að ekki þarf að sanna það, að varnaraðili hafi beinlínis haft þann tilgang að meiða æru aðilja (animus injuriandi). Það er yfirleitt nægi- legt, að hann hafi haft í frammi orð eða athafnir, sem eftir almennum skilningi eru lagaðar til að meiða æru ann- ars manns. Og ærumeiddur maður þarf því ekki að sanna það, að hann hafi raunverulega verið sæður eða lækkaður í áliti annarrá manna, ef orð eða athöfn er til þess löguð, enda væri ekki kostur slíkrar sönnunar. Krafa um hana verkaði á sama hátt sem svipting æruverndar. Það er að vísu svo, að gálausleg ærumeiðing á ekki að baka refsingu, sbr. 18. gr. hegnl. En í framkvæmd ákvæða hegningarlaganna skiptir þetta naumast miklu máli, því að orð eða athafnir, sem í sjálfum sér eru lagaðar til æru- meiðingar,2) verða talin varnaraðilja (ákærðum) til refs- ingar, þótt hann beri það fyrir sig, að hann hafi ekki at- hugað þetta eðli þeirra og hafi því ekki verið þess vitandi með sjálfum sér, að hann ærumeiddi mann með þeim. Sjálf- ur getur hann ef til vill verið sannfærður um, að orð eða at- höfn væri ekki meiðandi eða mógandi, enda er alloft ein- mitt deilt um það í meiðyrðamálum, hvort háttsemi varnar- aðilja (ákærða) hafi verið slík. A taldi sig t. d. ekki hafa i) Sbr. Dómasafn I. 193. 2) sbr. t. d. Hrd. XIV. 162.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.