Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 52
172 Tímarit lögfrœðinga réttlætt, nema ef til vill með handtökuheimild, sbr. 60. gr. laga nr. 27/1951. A hrækir á B. Slík móðgun yrði ekki rétt- lætt með sönnun um tiltekið verk, sem B hefði frainið. Annað mál er það, að háttsemi B kann að hafa verið fyrir- litleg eða móðgandi gagnvart A eða nánum vandamanni hans, svo að orka mætti refsilækkun eða jafnvel refsileysi samkvæmt 239. gr. hegnl. Uppdráttur af manni, sem sýndi hann í auðvirðandi stöðu, mundi fela í sér móðgun, sem ekki yrði auðvelt að réttlæta. Ef móðgun felur jafnframt í sér aðdróttun, þá má vera, að sönnur verði leiddar að rétt- mæti aðdróttunar út af fyrir sig, en þar með er eigi sagt, að ærumeiðir leysi sig undan refsingu fyrir móðgunina sjálfa. Verður það sjálfsagt matsatriði hverju sinni. Auk Þess kann móðgun að fela í sér brot, sem varða við aðrar greinir hegningarlaga, t. d. 229. gr. (opinber skýrsla um einkahagi manns) o. s. frv. B. Móðganir í orSum geta falið í sér lítilsvirðingu eða fyrirlitningu, smánun eða háð í garð þess, sem þeim er beint að, án þess að í þeim felist aðdróttun um nokkuð sér- stakt. Getur móðgun þá verið kurteisum orðum vafin, jafn- vel lofsorðum.1) Rök til þess, að móðgunarorðin hafi verið réttmæt, verða þá torfundin, nema að sá, sem þeim var beint að, hafi með háttsemi sinni veitt efni til þeirra, og má þá ákvæðum 239. gr. hegnl. verða beitt. Sönnun um það, að inn meiddi hafi hegðað sér svo, að hann eigi móðg- unarorðin skilið, mundi sjaldan leysa undan refsingu. Stundum er móðgun falin í skammai'yrðum, sem ekki bein- ast að nokkru sérstöku í fari ins móðgaða.2) Og verður sönnun þá auðvitað ekki komið við. En móðgun getur beinzt að hegðun eða skapgerð ins meidda í eina átt, t. d. að maður sé óskilamaður, þjófóttur, lyginn, ófriðsamur o. s. frv.3) Mundi þurfa sönnun um látlausa hneigð til þeirra lasta, sem sakað er um. En jafnvel þótt sú hneigð sé sönnuð, þá kann að felast í orðum þeim, sem höfð hafa verið, móðgun, i) Sbr. t. d. Dómasafn V. 462, VI. 392. ") T. d. Dómasafn IX. 663 („helvítis sýslumaBurinn"). 3) T. d. Dómas. II. 324, V. 12, VIII. 562.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.