Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 52
172 Tímarit lögfrœðinga réttlætt, nema ef til vill með handtökuheimild, sbr. 60. gr. laga nr. 27/1951. A hrækir á B. Slík móðgun yrði ekki rétt- lætt með sönnun um tiltekið verk, sem B hefði frainið. Annað mál er það, að háttsemi B kann að hafa verið fyrir- litleg eða móðgandi gagnvart A eða nánum vandamanni hans, svo að orka mætti refsilækkun eða jafnvel refsileysi samkvæmt 239. gr. hegnl. Uppdráttur af manni, sem sýndi hann í auðvirðandi stöðu, mundi fela í sér móðgun, sem ekki yrði auðvelt að réttlæta. Ef móðgun felur jafnframt í sér aðdróttun, þá má vera, að sönnur verði leiddar að rétt- mæti aðdróttunar út af fyrir sig, en þar með er eigi sagt, að ærumeiðir leysi sig undan refsingu fyrir móðgunina sjálfa. Verður það sjálfsagt matsatriði hverju sinni. Auk Þess kann móðgun að fela í sér brot, sem varða við aðrar greinir hegningarlaga, t. d. 229. gr. (opinber skýrsla um einkahagi manns) o. s. frv. B. Móðganir í orSum geta falið í sér lítilsvirðingu eða fyrirlitningu, smánun eða háð í garð þess, sem þeim er beint að, án þess að í þeim felist aðdróttun um nokkuð sér- stakt. Getur móðgun þá verið kurteisum orðum vafin, jafn- vel lofsorðum.1) Rök til þess, að móðgunarorðin hafi verið réttmæt, verða þá torfundin, nema að sá, sem þeim var beint að, hafi með háttsemi sinni veitt efni til þeirra, og má þá ákvæðum 239. gr. hegnl. verða beitt. Sönnun um það, að inn meiddi hafi hegðað sér svo, að hann eigi móðg- unarorðin skilið, mundi sjaldan leysa undan refsingu. Stundum er móðgun falin í skammai'yrðum, sem ekki bein- ast að nokkru sérstöku í fari ins móðgaða.2) Og verður sönnun þá auðvitað ekki komið við. En móðgun getur beinzt að hegðun eða skapgerð ins meidda í eina átt, t. d. að maður sé óskilamaður, þjófóttur, lyginn, ófriðsamur o. s. frv.3) Mundi þurfa sönnun um látlausa hneigð til þeirra lasta, sem sakað er um. En jafnvel þótt sú hneigð sé sönnuð, þá kann að felast í orðum þeim, sem höfð hafa verið, móðgun, i) Sbr. t. d. Dómasafn V. 462, VI. 392. ") T. d. Dómasafn IX. 663 („helvítis sýslumaBurinn"). 3) T. d. Dómas. II. 324, V. 12, VIII. 562.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.