Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 38
158 Tímarit lögfrceSinga of mælt í túlkun á dómi í meiðyrðamáli milli X og Y. Hér- lendir dómstólar féllust á það, en hæstiréttur Danmerkur, sem hafði þá æðsta dómsvald í íslenzkum málum, komst að algerlega andstæðri niðurstöðu, og jafnvel málfræð- ingar deildu um skilning á alþekktu íslenzku orði.1) Það er yfirleitt ekki spurt um það, hvort varnaraðili hafi vitað með sjálfum sér, að orð hans eða athafnir væru ærumeið- andi eða ekki. Staðhæfing hans um bona fides að þessu leyti eða um það, að hann hafi ekki ætlað að ærumeiða aðilja, er ekki tekin til greina, nema þá ef alveg sérstaklega stendur svo á, að háttsemi varnaraðilja verði talin honum til gáleysis, t. d. um orð vegna skiljanlegrar vankunnáttu í tungunni. Og þessa meðferð á ærumeiðingarfyrirmælum hegningarlaganna verður að telja samkvæma eðli málsins, með því að annars væri höggvið of mikið skarð í vernd þá, sem löggjafinn hefur ætlað æru manna. Staðhæfing um bona fides eða gáleysi á þessu sviði er venjulega aðeins fyrirsláttur til þess að firrast lögmæt viðurlög, og verður því almennt ekki tekin til greina. V. 1 málum vegna ærumeiðinga má, enda þótt æra manna njóti víðtækrar verndar, koma að ýmiskonar vörnum, auk varna varðandi aðild og sakhæfi varnaraðilja. Einatt er til þeirrar varnar tekið, að orð þau eða athafnir, sem varn- araðilja er gefin sök á, séu eðli sínu samkvæmt allskostar ósaknæmar. Slík vörn var uppi höfð í málum þeim, sem í Dómasafni VII. 126 og 129 greinir og áður var vísað til. Ef dómur fellst alveg á staðhæfingar varnaraðilja um þetta, þá hlýtur hann að sýkna af refsikröfu.2) Svo má vera, að dómari fallist á það, að sumar athafnir eða sum orðin séu ósaknæm, þó að sum teljist refsiverð, og er þá ljóst, að refsing verður þá einungis dæmd fyrir in síðar- nefndu, enda má vera, að varnaraðili telji einungis nokkur orðanna eða athafnanna ósaknæm af áðurnefndri ástæðu, 1) Sjá Dómasafn VII. 60, 126, 499. 2) T. d. Dómasafn III. 215, IV. 72, 125, 186, V. 120, VII. 126, 129.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.