Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 13
deildum, sem fjalla liver um sitt svið afbrotafræðinnar: orsakir afbrota (etiology), meðferð brotamanna (treat- ment), löggæzlu (lavv enforcement) og sakamálafræði (criminalistics). Hefur skólinn nýlega öðlazt rétt til að veita sérstakar prófgráður, M. Crim. (Master of Cri- minology) og Dr. Crim. (Doctor of Criminology). Laga- deildir háskólanna vestra gefa bins vegar lítinn gaum að afbrotafræði eða félagslegum sjónarmiðum yfirleitt. Einnig þetta er þó nokkuð að breytast. Lagakennsla er að hverfa frá hefðbundnu og einstrengingslegu dóma- stagli og meira í það horf, sem við þekkjum í Evrópu. 1 Evrópu liefur afbrotafræði yfirleitt verið tengd laga- deildum háskólanna, einkum refsirétli. Stafar það sennilega sumpart af litlum áhuga á almennri félags- fræði lengi framan af, en sumpart af miklum og heilla- drjúgum afskiptum evrópskra lögfræðinga af vanda- málum á þessu sviði. Á Norðurlöndum var afbrotafræði ekki sinnt að neinu marki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina. Áður voru þar hvergi haldnir reglubundnir fyrirlestrar né framkvæmdar skipulegar rannsóknir. Nokkrir einstaki- ingar höfðu við erfiðar aðstæður ráðizt í rannsóknir upp á eigin spýtur, jafnhliða fullu starfi. Nefna ma til dæmis sænska geðlækninn Olof Kinberg og finnska tölfræðinginn Veli Verkko. Eftir stríð hefur aðstaðan breytzt til mikilla muna. Aukin áherzla hefur verið lögð á félagsfræði og sálfræði. Enskra og þó einkum amer- ískra áhrifa hefur gætt mjög. Rannsóknarstofnanir (in- stitut) i afbrotafræði starfa nú í öllum löndunum nema íslandi. I Danmörku (Kaupmannahöfn og Árósum) og Noregi (Oslo) eru stofnanirnar tengdar lagadeildun- um. I Svíþjóð (Stokkhólmi) er stofnunin tengd hæði laga- og lieimspekideild, en í Finnlandi (Helsinki) fara rannsóknir fram á vegum dómsmálaráðuneytisins. Kennsla í afbrotafræði er nú á kennsluskrá lagadeilda í öllum löndunum nema íslandi, ýmist sem skvldugreiu Tímarit lögfræðinga 75

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.