Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 23
4. Lækniskostnaður vegna stefnanda L . . —- 3.569.45 5. Útgjöld vegna forfalla stefnanda L .. — 8.125.00 6. Vegna þjáninga stefnanda L............ — 7.500.00 7. Tvöfaldur barnalífeyrir .............. — 37.649.92 Fyrsta og öðrum liðnum var ekki mótmælt og voru þeir því óbreyttir teknir til greina. Stefndu mótmæltu 3. liðnum sem of báum. Það var leitt i ljós að því er þennan lið varðaði að stefnandi G verði lögskráður sem vélstjóri á bát frá H kaupstað. Út- hald bátsins hafi verið til 17. maí 1955, en vegna um- rædds slyss varð hann að ganga úr skipsrúmi 1. maí s. á. en fékk ekki kaup fyrir það tímabil, sem á vantaði. Liður þessi var tekinn til greina óbreyttur, enda var tal- ið að stefnda hafi verið rétt að hverfa af nefndum l)át, þegar, litið var til þess, að mjög stutt var eftir af ver- tíðinni, er umrætt slys varð, og var þá jafnframt haft í huga hvert ástand skapaðist á heimili hans af völdum slyssins. Stefndu mótmæltu 4. liðnum algerlega, en hann var þannig til kominn að stefnandinn L varð fyrir miklu andlegu áfalli við slysið, vegna fráfalls dóttur sinnar. Gat hún ekki sinnt heimilinu um alllangt skeið af þessum sökum og var ýmist til hressingar úti á landi eða á sjúkra- húsum til lækninga. Ekki var deilt um bótafjárhæð- ina sem slíka, en dómaranum þótti sýnt, að vanheilsa stefnanda L sem hér var lýst hafi verið bein afleiðing af umræddu slysi og var því þessi liður tekinn til greina óbreyttur. 5. liðurinn var þannig til kominn, að stefnendur höfðu orðið að kosta dvöl annars barns þeirra hjóna að barna- heimilinu S á meðan á veikindum móður þess stóð, sem lýst hefur verið hér að framan. Stefndu mótmæltu þess- um eið, sem þeim óviðkomandi en mótmæltu ekki hóta- fjárhæðinni sem slíkri. Talið var að kostnaður af dvöl barns stefnanda utan heimilis hafi verið eðlileg afleiðing Tímarit lögfræðinga 85

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.