Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 14
mjög samanburð á framtölum, auk þess sem þetta gæti skapað hættu- legt fordæmi. Málið kom ekki til kasta dómstóla. Skýrsluform, viðurlög Upplýsingar á að láta í té ókeypis og í því formi, sem óskað er. Oft er óskað eftir upplýsingum í fyrirfram ákveðnu formi, t. d. er svo um launaskýrslur, innleggsskýrslur fyrir landbúnaðar- og sjávaraf- urðir o. s. frv. Slíkar skýrslur eiga oftast að vera a. m. k. í tvíriti. Auðkenna þarf greinilega þá aðila, sem skýrsla tekur til, með nafni og heimilisfangi og í sumum tilfellum með nafnnúmeri, sbr. reglugerð nr. 204/1965 um notkun nafnskírteina við greiðslu starfslauna, skýrslu- gerðir til skattyfirvalda o. fl. Ef á skortir um þetta, getur skýrslan orðið ófullnægjandi og það leitt til réttarspjalla fyrir skýrslugjafa, t. d. á þann hátt, að launagreiðsla verði ekki viðurkennd til frádráttar tekjum af atvinnurekstri. Ákvæði 3. og 4. málsgreinar 36. gr. laga nr. 68/1971 um sérstakar rannsóknaheimildir verða ekki gerð að umtalsefni að þessu sinni, enda þótt það geti að ýmsu leyti varðað málsefni það, sem hér er á dagskrá. Þó skal bent á lokaákvæði greinarinnar um heimild ríkisskattstj óra og skattrannsóknarstjóra til að taka skýrslur af hverjum þeim, er ætla má, að geti gefið upplýsingar, sem máli skipta. Ef aðili vanrækir eða tregðast við að gefa skýrslu eða upplýsingar, ellegar skorast undan því, getur hann fellt á sig viðurlög, sem 50. gr. skattalaganna fjallar um. Ríkisskattstjóri sker úr ágreiningi um upplýsinga- eða skilaskyldu og getur lagt við dagsektir, uns skyldunni er fullnægt. Einnig getur hann vísað málinu til sakadóms, sem þá tekur það til rannsóknar að hætti opinberra mála og sendir síðan rannsóknargerðirnar til ríkis- skattstjóra, en hann hlutast til um frekari meðferð málsins, eftir því sem efni standa til. Að lokum skal bent á lög nr. 10/1960 um söluskatt, 15. gr. sbr. 26. gr., en þar eru á ýmsan hátt hliðstæðar reglur við þær, sem 36. gr. skattalaganna hefur að geyma, þó að svo sé ekki í öllum atriðum. 12

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.