Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 18
yfirskini fóstureyðinga (t. d. sala á lyfjum, sem valda skyldu fóstur- láti) ekki síður en beinar aðgerðir viðvaninga, sem oft reyndust stór- hættulegar lífi og heilsu konunnar.4 Þessa stefnu mætti einnig hugsa sér tekna upp, vegna þess að lagabann ylli misrétti — kæmi með mest- um þunga niður á fátækum og minnimáttar eða ýtti undir kúgun kvenna. Annað mál er það, að siðferðisreglur og lagareglur kunna að hafa áhrif hvorar á aðrar í aldanna rás og samspil þeirra lýsir oft menn- ingu viðkomandi þjóðfélags. Þróun fóstureyðingalaga í Danmörku er t. d. gott dæmi um ólíkt gildismat ólíkra tíma. Fyrsta ákvæðið bauð að: „Letfærdige Qvindfolk, som deris Foster ombringe, skulle miste deris Hals og deris Hovet settis paa een Stage.“5 Ekki var getið eyð- ingar skilgetins fósturs, en henni mun hafa verið jafnað við mann- dráp.6 Lög nr. 120, sem sett voru 24. mars 1970, báru hins vegar lítinn keim refsilöggjafar, en líkjast miklu fremur félags- og heil- bi’igðislöggjöf. Ekki var lögð ýkja mikil áhersla á rétt aðilanna, en því meiri á þjóðfélagslegt réttlæti." Núgildandi lög nr. 350 frá 13. júni 1973, sem gengu í gildi 1. október s.l., viðui’kenna hins vegar ákvörð- unarrétt konunnar á fyi’stu 12 vikum meðgöngutímans. Þessi þi’ó- un speglar kerfin þrjú, eins og bandaríski hæstai’éttardómurinn, en þar sem við ætlum að fjalla um siðfi’æðilega hlið málsins, þá ber það vel að merkja, að athöfn verður ekki siðferðilega réttlætanleg fyrir það eitt, að lögin hætta að telja hana í’efsiverða. Munurinn á laga- og siðfei’ðisreglum vekur einnig spui’ningar varð- andi tengsl þessai’a tveggja fyi’ii'bæi’a, þ. e. a. s. hvort siðfei’ðisreglur séu að einhvei’ju leyti ákvarðandi fyrir lagalegan rétt einstaklinga og fyrir gildi lagareglna. Það er almennt talin siðferðisskylda að skerða ekki frelsi manna né meiða þá. Hins vegar ber mönnum á milli um gildi laga, sem leyfa þi’ælahald eða úti'ýmingu kynstofna eða tákmarka ritfrelsi eða ákvörðunarrétt fólks varðandi sigið kynlíf, eða laga, sem banna, leyfa eða bjóða fóstui’eyðingar. Menn greinir m. ö. o. á um gildi laga, sem stangast á við stranga siðfei’ðisi’eglu og þar af leiðandi einnig um það, hvernig líta beri á kröfu manns, sem telur slík lög skerða manm-éttindi sín. Sumir leggja áherzlu á sjálfstæða tilveru laga, hvort sem þau reynist í’étt eða röng. Aðrir hugsa sér hins vegar siðferðisreglur eins og festingu að baki lagareglna, sem ákvai’ði takmörk þeirra. Þannig sé i’éttvísinni í sumum tilvikum skylt að vei’nda rétt manna, hvað sem lagaboðum líður, og jafn skylt í öði’- um tilvikum að ganga ekki á rétt manna. Víkjum nú að meginviðfangsefni þessarar ritgerðar: þeim sið- fræðilega vanda, sem við löggjafanum blasir. Hann varðar m. a. eðli 16

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.