Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 10
yfirleitt nokkuð skýr ákvæði um þetta efni. f dönskum lögum („Kon- trolloven“ nr. 278/1958) og í norskum lögum („Landskattelov“ og „By- skattelov“ frá 1911 með síðari breytingum) er ætíð greint á milli þess, hvort upplýsingagjafi skuli veita tilteknar upplýsingar ótilkvaddur eða samkvæmt undanfarandi áskorun. 1 síðara tilfellinu er oft mælt svo fyrir, að það fari eftir nánari ákvörðun fjármálaráðuneytisins, hvort eða hversu upplýsingaskyldan verði virk eða víðtæk. Þá er greint á milli þess, hvort áskorun eða beiðni um upplýsingar varðar nafn- greinda aðila, eða hvort hún varðar ónafngreinda aðila. Þar sem hér er talað um nafngreinda aðila, er átt við það, að skattyfirvald nefni þá með nafni í skýrslubeiðni sinni. Með „ónafngreindum“ er átt við, að beiðst sé tiltekinna upplýsinga, sem varða alla og sérhvern. Sem dæmi má nefna áður umgetin dönsk lög (,,KontrolloVen“) 8. gr. C. 2. mgr., en þar eru ákvæði um, að bankar og sparisjóðir, víxlarar, mál- flutningsmenn og aðrir, sem taka á móti fé til umsýslu eða varðveislu, skuli eftir áskorun gefa upplýsingar um slíkar eignir nafngreindra aðila. Að því er varðar ónafngreinda aðila er upplýsingaskyldan háð ákvörðun fjármálaráðuneytisins. Ekki eru tök á að sinni, að fara nánar út í þessa sálma. Samkvæmt 2. mgr. 86. gr. laga nr. 68/1971 skulu kaupgreiðendur skýra frá því ókeypis og í umbeðnu formi, hvert kaup og hliðstæðar greiðslur þeir greiða hverjum manni. Hér er ekki tekið fram fremur en í 1. mgr., hvort kaupgreiðendur skuli gera þetta ótilkvaddir. Fljótt á litið mætti álíta, að svo væri ekki, sbr. orðalagið „í umbeðnu formi“. Á hitt er hins vegar að líta, að málsgrein þessi kom síðar í lögin en 1. málsgrein og fjallar sjálfstætt um skyldu allra kaupgreiðenda undantekningarlaust til að gefa skýrslur um launagi'eiðslur sínar. Er þetta líka orðin langvarandi venja, sem ætti að vera öllum kunn. ; Af þessu verður fremur að telja, að kaupgreiðendur eigi ótilkvaddir að senda skattstofum launaskýrslur fyrir þann tíma, sem tiltekinn kynni að vera í reglugerð. Reyndar má segja, að spurningin um skilaskyldu af sjálfsdáðum eða eftir áskorun hafi ekki mikla raunhæfa þýðingu í þessu tilfelli, því að það hefur tíðkazt um langt skeið og mun væntanlega fram haldið að beina þeirri áskoi'un með almennri auglýsingu árlega til kaupgreiðenda, að þeir sendi launaskýrslur til viðkomandi skattstofu fyrir ákveðinn tíma. Þá hefur það og tíðkast mjög lengi, enda reglu- gerðarákvæði, að senda þeim eyðublöð, sem skattstofu er vitanlegt eða telur líklegt, að hafi greitt laun næst liðið ár. Telja verður, að sending eyðublaða jafngildi áskorun til viðtakanda um að senda þær skýrslur, 8

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.