Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 28
Thomson telur svarið við þeirri spurningu velta á því, hvort hægt sé að segja, að konan hafi veitt fóstrinu rétt til að nota líkama sinn til skjóls og fæðuöflunar. Sé þunginn orðinn til vegna nauðgunar, væri fáránlegt að halda slíku fram. Ef konan verður þunguð af ásettu ráði má e. t. v. segja, að hún hafi veitt fóstrinu rétt til líkama síns, — en hvað um öll hin tilfellin? Nú er því ekki þannig farið, að ófæddar manneskjur sveimi um í andrúmsloftinu og séu „boðnar inn“ af þeim konum, sem eignast vilja börn. Það verður því að íhuga allar aðstæður hverju sinni. Til að undirstrika þetta bregður Thomson enn upp mynd- rænu dæmi: Ef þungt loft er í herberginu og ég opna glugga til að hleypa inn fersku lofti með þeim afleiðingum, að þjófur slæðist inn, þá væri út í hött að álykta sem svo: „Hana, nú hefur hún veitt honum rétt til að vera í húsinu, því að hún gerði honum mögulegt að komast inn, vitandi vits um það, að til eru þjófar og að þjófar stela." Slík ályktun væri enn þá fjarstæðukenndari, ef ég hefði rimla fyrir gluggunum einmitt til þess að hindra þjófa í að komast inn, en hann hefði komist inn vegna þess, að einn rimillinn var gallaður. Þetta væri jsfn fjarstæðukennt, þótt við ímynduðum okkur, að það hefði ekki verið þjófur, sem klifraði inn, heldur saklaus manneskja, sem hefði dottið inn af klaufaskap. Og göngum enn lengra og ímyndum okkur, að mann- eskjufræ þyrlist um andrúmsloftið eins og frævi og opnirðu gluggann, eigirðu á hættu, að eitthvert þeirra slæðist inn og festi rætur í gólfteppinu eða áklæðunum. Nú viltu ekki eiga börn, svo að þú byrgir gluggana með þéttriðnu vírneti, því besta, sem fæst. En eins og átt getur sér stað, og einstaka sinnum kemur fyrir, er eitt netið gallað; og fræ slæðist inn og festir rætur. A þessi mannjurt, sem er byrjuð að gróa, þá rétt á að nota húsið þitt? Vissulega ekki, — þótt þú hafir opnað gluggann af fúsum vilja og hafir bæði gólfteppi og yfirdekkt húsgögn, og vitir auk þess, að vírnet geta verið gölluð. Ef til vill myndu einhverjir halda því frsm, að þú bærir ábyrgð á því, að fræið festi rætur, þvi að þú hefðir getað komist af í lífinu án gólf- teppis og yfirdekktra húsgagna, og búið við lokaða glugga og dyr. En þetta stenst ekki, því að þá mætti einnig segja, að allir gætu komist hjá þungun af völdum nauðg- unar með því að láta vana sig, eða fara í það minnsta aldrei að heiman án öruggra varna.20 Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að það sé í hæsta lagi í sumum tilvikum hægt að álykta sem svo, að fóstrinu beri réttur til afnota af líkama móðurinnar. Starfsbróðir Judith Thomson, Baruch Brody, prófessor í heimspeki við Tækniháskólann í Massachusetts, hefur gagnrýnt þá niðurstöðu hennar, að „réttur manns til lífs tryggi honum ekki rétt til afnota af líkama manns um skemmri eða lengri tíma“.21 Hann segir, að engum manni beri að vísu skylda til að bjarga lífi annars með því að ljá honum afnot af líkama sínum. Engri konu beri skylda til að veita viðtöku fóstri, sem verði til í tilraunaglasi og myndi deyja, ef einhver 26

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.