Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 15
Hjördís Hákonardóttir cand. jur.: ERU FÓSTUREYÐINGAR RÉTTLÆTANLEGAR? I. Forspjall Mavkmið þessarar ritgerðar* er að gera nokkra grein fyrir fáeinum atriðum þess siðfræðilega ágreinings, sem risið hefur um réttmæti fóstureyðinga. Þó er rétt að víkja fyrst örfáum orðum að mismunandi löggjöf um slík mál. 1 skýrslu Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna um fóstureyð- ingalöggjöf (fyrst birt 1970)1 kemur fram, að nokkur lönd, Ir- land, Spánn, Filipseyjar, Portúgal og Dómíníkanska lýðveldið, leggja skilyrðislaust bann við fóstureyðingum. Hins vegar er mér ekki kunn- ugt um neitt land, sem lætur fóstureyðingar alveg afskiptalausar, en þróunin er almennt í þá átt að létta ógn refsivandarins og leggja í þess stað áherzlu á að leysa erfiðleika borgarans, sem óskar fóstur- eyðingar. I grófum dráttum má greina á milli þrenns konar löggjafar- flokka. Til fyrsta flokksins telst löggjöf, sem eingöngu leyfir fóstur- eyðingu, sé hún nauðsynleg til að bjarga lífi móðurinnar. Samkvæmt frjálslyndari túlkun er einnig veitt undantekning, þegar heilsu kon- unnar er ógnað. E. t. v. mætti nefna þennarf flokk bannkerfið. Þannig er málum háttað í nokkrum Evrópulöndum, t. d. Frakklandi, og að formi til í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna, en 22. janúar 1973 kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna upp þann úrskurð, að svo ströng takmörk- un á lögmæti fóstureyðinga bryti í bág við stjórnarskrá alríkisins.2 Allt til 1967 var bannkerfi við lýði á Bretlandi, og það fyrirfinnst enn í ýmsum heimshornum. Til annars flokksins má telja löggjöf, sem leyfir fóstureyðingar við sérstakar aðstæður. Skal óháður fulltrúi hins opinbera meta, hvort skilyrðunum sé fullnægt. E. t. v. mætti kalla þetta málamiðlun- * Stofn þessarar ritgerðar er erindi haldið á fundi Lögfræðingafélags Islands 18. janúar 1973. 13

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.