Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Qupperneq 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Qupperneq 21
og mundi fella skaðabótaábyrgð á stéttarfélag samkvæmt 8. gr. nefndra laga. Augljóst er af þessu, að stéttarfélag tekur með kjarasamningi á sig beinar skyldur um að brjóta ekki gegn ákvæðum hans. Og rétt- mætt er að gera kröfu til þess, að þær skyldur takmarkist ekki við það eitt að efna ekki til ófriðar, heldur felist einnig í kjarasamningnum bein skylda til athafna gegn því, að einstakir félagsmenn framkvæmi athafnir, sem eru andstæðar þeim vinnufriði, sem fylgja á kjarasamn- ingsgerð. Vanræki félagið, félagsstjórn, þessa jákvæðu samnings- skyldu, mundi það geta leitt til bótaskyldu fyrir félagið skv. 8. gr. laga nr. 80/1938. 1 þessari sömu gr. segir, að félag beri því aðeins ábyrgð á samningsrofum einstakra félagsmanna sinna, að því verði gefin sök á samningsrofinu. Nú kemur það fyrir, þegar ókyrrð er í vinnumarkaðs- málum, að einstakir félagsmenn eða hópar þeirra hefja svonefndan skæruhernað. Þeir framkvæma máske athafnir, sem ólögmætar mundu teljast og brot á kjarasamningi, ef stjórn stéttarfélags eða fulltrúar þess ættu hlut að máli. 1 slíkum tilvikum getur auðveldlega komið upp sú spurning, hve friðarskyldan leggi félaginu eða forráðamönnum þess ríkar skyldur á herðar. Hvaða athafna til varnar slíku er rétt að krefj- ast af þeim til þess að firra félagið bótaskyldu? Samkvæmt 3. gr. vinnulöggjafarinnar eru einstakir félagsmenn bundnir við löglega gerðar samþykktir eða samninga stéttarfélags síns. Þeir eru því persónulega bundnir sömu samningsskyldum og félag þeirra og þá einnig þeirri samningsskyldu að halda friðinn. Skæru- hernaður eða athafnir, sem væru brot á kjarasamningi, væri þá einnig samningsbrot af hálfu þeirra félagsmanna, sem þátt tækju í slíkum athöfnum. Það er svo matsatriði, hvenær talið yrði, að einstakur félagsmaður hefði gerst brotlegur við kj arasamning. Uppsögn ein- staks stai'fsmanns á vinnu sinni mundi ekki teljast brot, þótt hún væri í reynd í því skyni gerð að knýja fram hærra kaup. Ef hinsvegar hópuppsagnir ættu sér stað, gæti komið til álita, hvort ekki væri um kjarasamningsbrot að ræða. Félagið er hinsvegar ekki bótaskylt, nema því verði gefin sök á ólögmætum athöfnum einstakra félagsmanna, og er þá aftur komið að því, hve miklar kröfur eigi í slíkum tilfellum að gera til jákvæðra athafna af hálfu forráðamanna þess í þá átt að hamla gegn þeim at- höfnum félagsmanna, sem taldar yrðu brot á beinum ákvæðum kjara- samnings eða þeim friðarsamningi, sem í honum felst. Um þetta hafa eigi gengið neinir dómar hérlendis, sem vísað verði til. Undantekning frá því, að ekki megi beita vinnustöðvun á samnings- 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.