Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 11
1 orðum þessarar lagagreinar felst sú almenna verkfallsheimild, sem byggja verður á. Það sem mestu máli skiptir í henni er þrennt: 1. Verkfallsréttur nær til þess að vinna að framgangi krafna í vinnu- deilum. 2. Hann nær til verndar rétti stéttarfélaganna samkvæmt vinnu- löggjöfinni. 3. Og verkfallsrétturinn verður aðeins takmarkaður eða bundinn skilyrðum með lögum. I greinargerð með frumvarpi til laganna á sínum tíma segir svo um 14. gr.: „Greinin heimilar að gera vinnustöðvun, verkfall eða verk- bann, í þeim tilgangi að koma fram kröfum í vinnudeilum eða til vernd- ar rétti samkvæmt lögum þessum, nema þar sem lög banna það. En fara verður eftir þeim reglum um framkvæmd vinnustöðvunar sem lögin setja.“ Hér er komið að kjarna málsins. Lagagreinin og greinargerðin með henni verða ekki lesin öðruvísi en svo, að verkföll og verkbönn séu lögvernduð réttindi aðila vinnumarkaðarins í kjaradeilum og þegar verja þarf rétt þeirra skv. vinnulöggjöfinni og sá réttur sé gildandi og honum megi beita að svo miklu leyti sem hann er ekki bannaður eða takmarkaður í lögum, — vinnulöggj öfinni eða öðrum lögum. En hverjar eru þá leikreglur verkfallsréttarins og að hvaða leyti er hann takmarkaður í vinnulöggjöfinni? Ákvörðun um verkfall 1 fyrsta lagi skal ákvörðun um verkfall vera tekin með löglegum hætti. I 15. gr. vinnulöggjafarinnar segir að stéttarfélögum og félögum atvinnurekenda, sem ætli að hefja vinnustöðvun, sé það því aðeins heimilt, að ákvörðun um vinnustöðvun hafi verið tekin með eftirfar- andi hætti: I fyrsta lagi við almenna leynilega atkvæðagreiðslu, sem staðið hefur í a.m.k. 24 klukkustundir, enda hafi félagsstjórn auglýst nægilega, hvar og hvenær atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina skuli fram fara. 1 öðru lagi af samninganefnd eða félagsstjórn, sem gefið hefur verið umboð til að taka ákvörðun um vinnustöðvun með sams konar leynilegri atkvæðagreiðslu. Loks af trúnaðarmannaráði, ef lög viðkomandi félags fela því slíkt vald, enda hafi vinnustöðvunin verið samþykkt með a.m.k. 3/4 hlutum greiddra atkvæða á löglegum trún- aðarmannaráðsfundi. Þessi lagagrein telur tæmandi upp þær aðferðir, sem til greina koma, þegar ákvörðun um verkfall er tekin. 181

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.