Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 18
1 Félag'sdómsmáli frá árinu 1965 taldi meistarafélag húsasmiða verk- fall sveina ólögmætt, vegna þess að það beindist gegn fáeinum félags- mönnum meistarafélagsins á afmörkuðu svæði í Reykjavík, nánar til- tekið í Árbæ. Rök meistarafélagsins voru þau, að samkvæmt grund- vallarreglum vinnulöggjafarinnar væri óheimilt að leggja í einelti ein- stök fyrirtæki innan viðsemjendaheildar. Það væri almennt skilyrði fyrir lögmæti verkfalls að því væri beint gegn öllum félagsmönnum þeirrar félagsheildar, sem hlut ætti að máli. Stefndi, sveinafélagið, rökstuddi sýknukröfu sína með því að fyrir setningu laga nr. 80/1938 hefðu eigi verið í lögum neinar reglur um boðun og framkvæmd verkfalla og á þessu hefði ekki orðið breyting með setningu laganna. Þá hefði orðið sú breyting ein, að sett hefði verið ákvæði um það, með hvaða hætti ákvörðun um vinnustöðvun skyldi tekin, og mælt fyrir um ákveðna tilkynningarskyldu verkfalls- boðanda. Hins vegar væru ekki í lögum nein ákvæði, sem mæltu fyrir um ákveðna framkvæmd vinnustöðvana. Væri verkalýðsfélögum frjálst, svo sem áður hefði verið, að haga þeim á þann hátt, sem þau teldu sér hagkvæmast, enda væri það viðtekin venja, að verkalýðsfélögin hefðu frjálsar hendur um það, hve víðtækt verkfall væri. Niðurstaða félagsdóms var sú, að ágreiningslaust væri, að vinnu- stöðvun sveina hefði verið samþykkt og tilkynnt með lögmætum hætti, og því bryti hún hvorki í bága við II kafla laga nr. 80/1938, né þau megin sjónarmið, sem hafa ber í huga, þegar nefnd ákvæði eru skýrð. Ekki yrði heldur talið, að hún væri andstæð öðrum þeim réttarreglum, sem til álita kæmu í þessu sambandi. Ég tel, að framangreindur dómur félagsdóms sé mjög eindregin undirstrikun og viðurkenning á þeim reglum, sem um þessi mál gilda. Vinnulöggjöfin krefst ákveðins forms samþykktar og tilkynningar verkfalla. Hún krefst þess, að um lögmæta kjarakröfu sé að ræða, að verkfallsboðandi sé stéttarfélag og hún bannar verkföll í vissum til- fellum. önnur framkvæmd verkfalls er í höndum verkfallsboðenda, og ekkert er eðlilegra en verkfallsboðandi hagi aðgerðum sínum þannig, að sem minnstu tjóni valdi hjá félögum hans. Eins og að framan greinir er talið, að verkfallsboðandi ráði, að hverjum viðsemjenda sinna verkfalli er beint og að hve miklu leyti eða hve margir taki þátt í því. Með sama hætti er talið löglegt af verkfallsboðanda að beina verkfalli að ákveðnum svæðum samnings- svæðisins eða jafnvel að ákveðnum verkefnum eins atvinnurekanda. Verður að telja það á valdi stéttarfélags að boða verkfall hluta úr degi t.d. á yfirvinnu hjá einum eða fleiri atvinnurekendum. Á yfir- 188

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.