Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 32
Eftir nær tveggja áratuga nábýli og þjónustu við hina stjórnmála- legu forystu ríkisins á hverjum tíma, hef ég tilhneigingu til að skoða lög og lagasetningu frá nokkuð öðru sjónarhorni. Meginreglur af því tagi, sem ég ræddi hér fyrr, verða sjaldnast settar með neinum rökbundnum hætti, heldur verður að koma til ein- hvers konar gildismat eða hagsmunamat, sem eðlilegt er að skýrgreina sem stj órnmálalegt mat. Þetta má orða ótuktarlega á þann veg, að þar sem rökréttar skynsemisniðurstöður þrýtur, taki stjórnmálin við og leggi til mat, reist á tilfinningum og almennum lífsviðhorfum. 1 sam- ræmi við þetta skýrgreini ég lög sem skráningu stjórnmálalegra á- kvarðana, — niðurstöðu byggða á stjórnmálalegu mati, — stefnu- ákvarðana, sem hinn stjórnskipulegi handhafi stjórnmálavalds í þjóð- félaginu á hverjum tíma hefur tekið. Skoðun fjölmargra laga verður af þessum sökum fyrir mér ófrjó, nema hún fari fram í samhengi við eða með heildarsýn yfir þjóðfélags- legt umhverfi og stjórnmálalegan bakgrunn þessai’a stefnuákvarðana. Menn geta ekki látið sér nægj a að skoða, hvernig hlutirnir eiga að vera að lögum, heldur verða þeir að þekkja, hvernig þeir eru í raun. Það skýrir kannski hvað ég á við að taka dæmi af alls óskyldu sviði og hugsa sér, hvað það væri hlálegt eða grátbroslegt eftir atvikum, ef einhver skrifaði grein um áfengislöggjöfina, byggða á gildandi lög- um og dómapraxís. Það vantaði æðimikið í þá mynd, þar sem eru öll Jón Sigurðsson lauk lagaprófi 1958. Hann starf- aði í atvinnumálaráðuneytinu og síðar fjármála- ráðuneytinu 1958—1977, lengst sem ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu 1967—77. Á árun- um 1974—6 var hann þó í Washington sem full- trúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans. Frá 1977 hefur Jón verið framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins h.f. — Grein sú, sem hér birtist, er hluti erindis, sem flutt var á málþing- inu um vinnulöggjöf og verkföll 30. sept. 1978. í inngangi benti Jón á, að efnið, sem hann fjall- ar um, væri á mörkum laga og réttar. Væri ekki nóg að ræða það lögfræðilega, heldur þyrfti að hyggja að ýmsum grundvallaratriðum sem orðið gætu grundvöllur að þróun löggjafar á þessu sviði. Væri erindið því jöfnum höndum lögfræðilegt og stjórnmálalegt framlag til umræðu um efnið frá sjónarhóli lög- fræðings, sem fengist hefur við opinbera stjórnsýslu og framkvæmd laga. Að þessum inngangi frátöldum er erindið birt, eins og það var flutt. 202

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.