Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 39
kvæmdavald og dómsvald. Hverjum handhafa þessara valdgi-eina eru síðan settar skorður um beitingu valdsins. Nú er kominn til sögunnar nýr valdastrúktur í þjóðfélaginu, þar sem hagsmunasamtök og þá sérstaklega hagsmunasamtök launafólks hafa tekið sér stöðu við hlið hinna stjórnskipulegu handhafa hins hefð- bundna ríkisvalds. Aðaltækið sem veitir þeim þessa stöðu er verkfallið. Þessi hagsmunasamtök virðast ekki í reynd fella sig við nein valdmörk og virðast heldur ekki telja sig bera neina ábyrgð á þróun mála á þeim sviðum, þar sem þau láta mest til sín taka. Þau virðast ennfrem- ur ekki sætta sig við neinn aðila til úrskurðar um þeirra deilumál við aðra aðila í þjóðfélaginu. Þau sætta sig allra síst að því er virðist við Alþingi sem slíkan úrskurðaraðila, þótt það sé sá aðili, sem þjóðin öll kýs í almennum kosningum samkvæmt stjórnskipunarlögum til að taka stjórnmálalegar ákvarðanir. Þetta ástand er til marks um, að stjórnskipanin svarar ekki til hins þj óðfélagslega veruleika eins og hann blasir við í dag. Þetta nýja afl verður að innlimast í okkar stjórnskipun, ef vel á að fara, eins og raunar fleiri slík öfl, sem til hafa komið síðan stjórnskipanin var ákveðin. Hinir eiginlegu handhafar valdsins í þjóðfélaginu þurfa að sættast á leikreglur, sem komi í veg fyrir, að nokkur aðili í þjóðfé- laginu geti beitt aðra hluta þess ofríki. Eðlilegur staður til að skrá þann nýja sáttmála valdaaflanna í þjóð- félaginu, sem þarf að eiga sér stað, er ný stjórnarskrá. Þar þarf að skýrgreina þessi nýju þjóðfélagsöfl, setja átökum þeirra leikreglur, kveða á um valdmörk og aðferðir til að úrskurða um ágreining þeirra í milli. Þunginn að baki slíkum stjórnarskrárákvæðum getur í þessu þjóðfélagi ekki verið fólginn í neins konar valdbeitingu, heldur ásetn- ingi og siðferðilegri skuldbindingu allra þeirra, sem hlut eiga að máli að halda þennan sáttmála. Þess vegna þurfa þessir aðilar, eins og t.d. verkalýðshreyfingin, að vera virkur aðili í mótun hans. Menn hafa látið hafa eftir sér opinberlega, að kjördæmamálið sé meginmálið í endurskoðun stjóimarskrárinnar og sú endurskoðun sé einfalt mál, þegar því hefur verið ráðið til lykta. Mér þykir þetta sjón- armið bera vott um mikla blindu á hinn þjóðfélagslega veruleika og grundvallaratriði þess vanda, sem þessi þjóð stendur andspænis. Það skiptir næsta litlu máli, af hvaða landshorni þingmenn koma eða hver kýs þá, ef stærstu almannasamtök landsins taka ekkert mark á ákvörð- unum Alþingis, þegar þeim líkar ekki við þær. Það er þess vegna miklu stærra og mikilvægara viðfangsefni stjórnarskrársemjenda og mesta stjórnmálalegt viðfangsefni samtímans í þessu landi að mínu mati 209

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.