Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Blaðsíða 16
Sama er að segja, þegar aðstæður á vinnustað eru hættulegar. önnur dæmi, sem flokkast undir það að vernda rétt sinn skv. vinnu- löggjöfinni, hef ég ekki, en slíkt gæti vissulega komið upp. Hvað er verkfall? Eftir að hafa rakið verkfallsréttinn í aðalatriðum, er vissulega þörf á því að velta fyrir sér að lokum, hvað sé verkfall og hvaða aðgerðir geti fallið undir það að skoðast verkfall í skilningi laga. f vinnulöggjöfinni er hvergi að finna skilgreiningu á því, hvað vinnustöðvun sé. Þar segir aðeins um þennan rétt í 14. gr., að stéttar- félögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum sé heimilt að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi að vinna að fram- gangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum. Vinnustöðvun í kjaradeilum sýnir félagsleg átök, nokkurs konar lokatilraun aðila vinnumarkaðarins til að binda endi á deilu sína. Verk- föll og verkbönn í kjaradeilum eru því lögleg þvingunarúrræði og nánast átök, sem hljóta að enda með sigri þess, sem sterkari er. Því er það almenn skilgreining verkfalls, þégar verkamenn í einu stéttar- félagi eða fleirum leggja niður vinnu að einhvei'ju eða öllu leyti í þeim sameiginlega tilgangi að þvinga fram lausn á kjaradeilu milli stéttar- félagsins og atvinnurekandans eða samtaka hans. Verkfall í skilningi vinnulöggj afarinnar er þrengra en almenn mál- vitund segir til um. Samkvæmt lögunum verður verkfall aðeins gert af stéttarfélagi eða einhverjum hluta þess, og tilgangur verkfallsins verður að vera sá að vinna að framgangi krafna í kjaradeilum, eða til verndar rétti samkvæmt vinnulöggjöfinni. Þótt nokkrir verkamenn á einum vinnustað leggi niður vinnu af öðrum ástæðum, t.d. vegna óánægju með vinnustaðinn eða árekstra við atvinnurekandann, er ekki um verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar að ræða. Oft hefur ági’einingur um það, hvort aðgerð sé verkfall eða ekki, komið til kasta Félagsdóms og þá gjarna í tengslum við spurninguna hvort samtökin, sem að henni stóðu, hafi verið stéttarfélög eða ekki eða hvort um löglega kjarakröfu hafi verið að ræða í skilningi vinnu- löggjafarinnar. 1 Félagsdómi frá árinu 1966 (Fd. VI. 11) segir m.a. um eðli og inn- tak kjarakröfunnar, að í vinnulöggjöfinni sé hvergi að finna skil- greiningu á kröfum, sem stéttarfélögum sé heimilt að framfylgja með verkfalli. En samkvæmt eðli máls og venjulegum lögskýringarreglum verði að miða við það, að slíkar kröfur eigi rót sína í eðlilegum og rétt- 186

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.