Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 63

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 63
vel að því, hvort þeir vilji fremur setja á stofn sérstakar ríkisstofnanir til að sinna sérfræðistörfum heldur en að nota þá starfskrafta sérfræðinga sem til reiðu eru á almennum markaði. 2. Sé vilji til þess, þrátt fyrir framangreind sjónarmið, að setja á stofn sér- stakt embætti ríkislögmanns, bendir stjórn L.M.F.Í. á þann möguleika, að þessi embættismaður hafi fyrst og fremst það verkefni að samræma mál- flutning af hálfu ríkisins og ráða fyrir þess hönd sjálfstætt starfandi mál- flutningsmenn til starfa að málflutningi. Að auki flytti hann mál sjálfur eftir því sem tími leyfði. Ef þessari skipan yrði komið á, þyrfti að breyta 3. gr. frumvarpsins og fella niður heimildina til að ráða lögfræðinga að embættinu. Jafnframt væri þá rétt að segja í texta 3. gr., að ríkislögmaður skuli fela hæstaréttar- eða héraðsdómslögmönnum o.s.frv. 3. Verði komið á fót embætti rikislögmanns, telur stjórn L.M.F.Í. nauðsynlegt að lögð sé sérstök áherzla á sjálfstæði embættisins gagnvart einstökum ráðherrum. Á undanförnum árum hefur vald f íslenzkri stjórnsýslu dregist til fjármálaráðuneytisins, a.m.k. í þeim málum, þar sem reynir á útgjöld ríkissjóðs. Þetta er ekki i sarnræmi við þá meginreglu í íslenzkri stjórn- skipan, að hver og einn ráðherra fari með æðsta vald og ábyrgð á sínu málasviði og það eins þó að um fjárhagsmuni sé að tefla. Við málflutning eru oft teknar afdrifaríkar ákvarðanir um afstöðu ríkisins f viðkomandi málaflokki. Þessi sjónarmið valda því, að mati stjórnar L.M.F.Í., að ríkis- lögmannsembættið, ef stofnað yrði, ætti ekki að heyra undir fjármála- ráðherra, eins og ráðgert er í frumvarpinu, heldur annaðhvort forsætis- ráðherra eða dómsmálaráðherra. Öllum er það Ijóst, að ríkið hefur sterka aðstöðu i samskiptum sínum og réttarágreiningi við þegnana. Sérstök rfkisstofnun til að annast málflutning og ýmis önnur lögfræðistörf fyrir ríkið eykur enn á þennan aðstöðumun og kann því að ýta undir kröfur um nýja stofnun þegnunum til halds og trausts, t.d. embætti umboðsmanns (ármanns) Alþingis. Hingað til hefur ekki þótt fært að ráðast í slíkt stórvirki. Ekki þykir mér það ótvírætt framfaraspor, að ráðherrar leiti í ríkum mæli til embættis ríkislögmanns um lögfræðilegar álitsgerðir. Jafnvel þótt þær verði fullkomlega óhlutdrægar og fræðilega vandaðar, er hætt við, að almenningur treysti því mátulega, að svo sé, hversu góðir starfsmenn sem f hlut eiga, þar sem slíkt álit stafar yfirleitt frá öðrum aðila ákveðins réttarágreinings. Jónatan Þórmundsson NÝTT RIT UM HLUTAFÉLÖG Út er komið hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi nýtt lögfræðirit, er nefnist Hlutafélög, réttarreglur. Höfundur þess er Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands. Ritið, sem er rúmar 300 bls. að stærð, er frum- smfð og byggir í öllu verulegu á nýlegum hlutafélagalögum nr. 32/1978. i formála segir, að bókinni sé ætlað það hlutverk að veita fræðslu um þær réttarreglur, sem um hlutafélög gilda. Bókin er einkum samin til þess að koma til móts við þarfir lögfræðinga, viðskiptafræðinga, endurskoðenda og annarra, er láta sig varða starfsemi hlutafélaga. 133

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.