Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 16
frv. til breytinga á björgunarreglum siglingalaga. Meginefni frv. var, að „öll íslensk fiskiskip svo og skip, sem ríkissjóður eða ríkisstofnanir gera út, eru skyldug til að hjálpa hvert öðru“ (sic) úr hættu, án réttar til bj örgunarlauna, en gegn þóknun, sem miðist við beint tj ón og kostn- að þess, er aðstoð veitti. Þetta skyldi þó ekki gilda, ef skipi væri bjarg- að úi' stórkostlegri neyð (Alþt. 1969 A, bls. 1898 og 1970 A, bls. 386). Áður (á árunum 1962-1963) hafði þingmaður flutt frumvöi-p þess efn- is, að varðskip tækju þóknun fyrir aðstoð við íslensk fiskiskip eftir reglum settum af dómsmálaráðherra, nema þegar skipi hefði verið bjargað úr stórkostlegum háska (Alþt. 1962 A, bls. 962 og 1963 A, bls. 774). Rökstuðningur með öllum þessum frumvörpum var í stórum drátt- um þess efnis, að björgunarlaun væru of mikil, þegar hjálp væri veitt skipum, sem ekki væru í stórfelldri hættu. Nauðsynlegt væri að draga úr kostnaði, sem félli á útgerðarmenn vegna björgunarlauna. f frum- vörpunum, sem flutt voru 1969 og 1970, er sérstaklega tekið fram, að þau séu liður í aðgerðum til lækkunar á vátryggingai'kostnaði fiskiflot- ans (Alþt. 1969 A, bls. 1899 og 1970 A, bls. 387). Um rökin fyrir því að hafa sérstaka reglu um ákvörðun björgunar- launa í þessum tilvikum segir svo í athugasemdum með frv. björgun- arlaunanefndar frá voi'inu 1982: „Nefndin telur, að í tilvikum eins og að framan greinir hafi um of verið einblínt á verðmæti þess, sem bjarg- að var, en miklu minna tillit verið tekið til annarra þátta ... Hafa fjár- hæðir björgunarlauna verið mjög mismunandi, þótt um sambærileg verk hafi verið að ræða, t.d. þegar skorið hefur verið úr skrúfu skips, og annað skipið hefur verið nýlegt og verðmæti þess mikið, en hitt eldra og verðminna.“ (Siglingalaganefnd gerir ummæli þessi að sínum, sjá Alþt. 1984 A, bls. 1044.) 1 þessu felst gagnrýni á úrlausnir íslenskra dómstóla í björgunarmál- um, en gagnrýni þessi er þó ekki studd neinum tilvísunum til dóma. Er því ekki unnt að sjá við hvaða dóma er átt, þegar fullyrt er, að björgunarlaun hafi verið mjög mismunandi í sambærilegum tilvikum. Af því, sem nú hefur verið rakið úr athugasemdum með 165. gr. frv. til sigll., verður dregin sú ályktun, að höfuðrökin fyrir sérreglunni séu í fyrsta lagi þau, að björgunarlaun séu of mikil, þegar skipi sé bjargað úr lítilli hættu, einkum þegar hjálp er veitt skipi, sem ekki kemst til hafnar fyrir eigin vélarafli, en veður er gott svo og aðrar að- stæður. Rök þessi eru mjög á sömu lund og fyrrgreindar röksemdir í eldri frumvörpum einstakra þingmanna. 1 öðru lagi eru svo þau rök, að gætt hafi misræmis, af því að dómstólar líti um of til verðmætis hins bjargaða en síður til annarra þátta. Hins vegar telur björgunar- 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.