Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 45
UFR 1977, bls. 809 (0.L.). Helene Jensen, Allan Florin og Knud Jensen mod Viggo Larsen. V átti fasteign, sem lánardrottinn L gerði aðför í 1. sept. 1975. Aug- lýst var fyrirtaka í uppboðsrétti 20. nóvember þ.á., en V greiddi kröf- una að fullu fyrir þann tíma og var uppboðskrafan afturkölluð. Eigendur veðskuldabréfa, sem voru í skilum, gjaldfelldu þau, án þess að V væri kunnugt um aðvörun þeirra, en heimild til slíkrar gjaldfell- ingar var í ákvæðum skuldabréfanna. Dómurinn taldi, með hliðsjón af því, að veðhæfni eignarinnar hefði aldrei verið í hættu og að gjaldfelling bréfanna væri andstæð góðri venju í lánamálum (realkreditforhold), að sýkna bæri V af kröfu um greiðslu allrar fjárhæðarinnar. Var á því byggt, að með hliðsjón af atvikum væri gjaldfellingarheimildin ósann- gjörn og andstæð 36. gr. UFR 1978, bls. 678 (Bæjarþingsd.). Dansk Installations Alarmement I/S mod Preben Jensen. Bóndi nokkur undirritaði viðhaldssamning við fyrirtæki, sem hafði með höndum eftirlit með raforkuvirkjum. Bóndinn las ekki samnings- skilmálana og taldi sig vera að undirrita „eitthvað frá hinu opinbera", er hann undirritaði samninginn, enda ekki haft tök á að kanna málið, þar eð hann hefði verið upptekinn við að mjólka, og taldi sér trú um, að hann gæti fengið lögregluna til aðstoðar síðar, ef þörf krefði. Þegar honum varð ljóst, að hann hafði undirritað samning til 10 ára um við- hald á raforkuvirkjum á jörð sinni, krafðist hann ógildingar á samn- ingnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að með stoð í 36. gr. samnl. bæri að fella samninginn úr gildi að hluta til og var samnings- tíminn styttur í 6 mánuði. UFR 1978, bls. 847 (0.L.). Birte Valler mod Finn Karlsen og Else Karl- sen. Fasteignasala E var falið að selja hús B. Hann sýndi K húsið og lagði hart að honurn að undirrita kaupsamning, þótt honum væri ljóst, að K gæti ekki staðið við þær skuldbindingar, sem fylgdu húsinu. K undirritaði kaupsamninginn, en lionum var rift síðar vegna vanefnda hans. I bótamáli B gegn K taldi dómurinn, að E umboðsmaður B hefði fengið K til að undirrita kaupsamning'inn „i strid med god og redelig handlemáde", og því bæri með tilvísun til 36. gr. að lækka skaðabætur þær, sem K var gert að greiða vegna vanefnda hans á kaupsamn- ingnum. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.