Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Blaðsíða 59
liá Lögfræöingafélagi íslands LÖGFRÆÐINGA- OG HAGFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS 1919-1925 Á árunum 1922-1924 var gefið út í Reykjavík „Tlmarit lögfræðinga og hag- fræðinga." í ritstjórn voru Lárus H. Bjarnason, hæstaréttardómari, Ólafur Lár- usson, prófessor og Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri. Sá hinn síðast- nefndi um hagfræðilegt efni ritsins, en hinir fyrrnefndu um lögfræðilegt efni. Kom eitt hefti út árið 1922, þrjú hefti 1923 og þrjú árið 1924. Síðan leið tíma- ritið undir lok. I inngangsorðum 1. heftis segir m.a., að flestir lagamenn og hag- fræðingar í Reykjavík hafi stofnað félag til þess aðallega að gefa út tímarit, er ræði lögfræðileg og hagfræðileg efni. Um félag þetta munu flestir núlifandi lögfræðingar lítið vita. Fyrir nokkru fannst fundargerðabók og nokkur önnur gögn um félagið, en það nefndist Lögfræðinga- og hagfræðingafélag íslands og starfaði á árunum 1919-1925. Hafa gögnin verið afhent Þjóðskjalasafni. Fundargerðabókin og skjöl, er með henni fundust, eru merkileg heimild um störf félagsins. Þykir því hlýða að segja í stuttu máli frá félaginu og gögnum þessum. Félagið var stofnað á fundi, sem haldinn var hinn 13. apríl 1919 í Háskóla íslands samkvæmt fundarboði prófessoranna Einars Arnórssonar og Ólafs Lárussonar og Sveins Björnssonar, yfirdómslögmanns. Aðrir fundarmenn voru Lárus H. Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Jón Magnússon, Lárus Fjeldsted, Héðinn Valdimarsson, Georg Ólafsson, Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, Björn Þórðarson, Eggert Briem, Jóhannes Jóhannesson, Franz Siemsen og Þorsteinn Þorsteinsson, síðar sýslumaður. Að loknum fundinum var sent út bréf til allra íslenskra lögfræðinga og hag- fræðinga og þeim boðið að ganga í félagið. Meðal gagna, sem fundust, eru bréf frá 15 lögfræðingum, sem svara boðinu játandi. Eru flest bréfanna skrif- uð sumarið 1919. Geta má þess, að aðeins tvö þeirra eru vélrituð (frá Birni Líndal, bónda og yfirréttarmálflutningsmanni á Svalbarði og Sigurði Ólafssyni, sýslumanni í Kaldaðarnesi). Eitt bréfanna er á dönsku og er það svohljóðandi: ,,Hr. Professor Ol. Lárusson. Hvis den i sin Tid paatænkte juridiske og natio- nalokonomiske Forening er blevet stiftet, vilde jeg gerne integnes som Medlem og beder mig opgivet til hvem Kontingentet kan sendes. Deres ærbpdige Jon Krabbe." Tvö önnur bréf eru rituð í Kaupmannahöfn. Annað þeirra er frá Ein- ari Benediktssyni, skáldi, en hitt frá Magnúsi Jónssyni, síðar prófessor, en þá- verandi fulltrúa t danska fjármálaráðuneytinu. 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.