Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 38
Ragnheiður Bragadóttir aðjúnkt: SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA SEM VIÐURLAGATEGUND I. INNGANGUR. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um það erlendis, hver staða refsivistar í viðurlagakerfinu ætti að vera. Hafa komið fram þau sjónarmið, að draga ætti úr notkun óskilorðsbundinnar refsivistar eins og mögulegt er, og má raunar segja, að það sé og hafi verið stefnan í viðurlaga- eða refsipólitík undanfarin ár. Ýmis rök hafa verið færð fram fyrir því að draga úr beitingu refsi- vistar. Má í fyrsta lagi nefna mannúðarsjónarmið. Einangrun frá þjóð- félaginu hefur í för með sér verulegt álag á þann, sem fyrir því verður, og er auk þess þyngri refsing nú en áður var vegna breyttra þjóðfélags- hátta. 1 öðru lagi hafa ýmsar rannsóknir bent til þess, að refsivist hafi ekki sérstök varnaðaráhrif og að hún sé skaðleg fyrir fanga. Refsivistin virðist ýta undir neikvæða þróun hjá brotamönnum, svo sem ósjálf- stæði, deyfð, sinnuleysi og neikvæða afstöðu gagnvart þjóðfélaginu. 1 þriðj a lagi er athugunarefni, hvort refsivist sé ekki of þungbær refsing fyrir ýmis auðgunarbrot, en þjófnaður t.d. er í mörgum tilvikum ekki eins þungbær fyrir brotaþola nú og áður var, t.d. vegna breyttra þjóð- félagsaðstæðna og tryggingakerfisins. Loks má nefna það, að fangels- isvistin er dýr fyrir þjóðfélagið. Þrátt fyrir þessi sjónarmið eru auðvitað til önnur, sem mæla með notkun refsivistar, t.d. að refsivistin hefur e.t.v. einhver almenn varn- aðaráhrif og þar með áhrif á löghlýðni manna, og hún hefur sjálfsagt oft siðferðismótandi áhrif, þ.e. með beitingu mjög þungra viðurlaga er þeim upplýsingum komið á framfæri við þegnana, að viðkomandi hátt- semi sé siðferðislega ámælisverð. Loks má nefna það, að brotamaður- inn fremur ekki nýtt brot, meðan á fullnustu refsivistar stendur. Ef draga á úr beitingu refsivistar, þarf að finna eitthvað í hennar stað og má nefna þrjár leiðir, sem færar eru í því sambandi. I fyrsta lagi að beita í ríkari mæli þeirn úrræðum, sem við höfum nú þegar og ekki hafa frelsissviptingu í för með sér (sektir, ákærufrest- 32

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.