Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 6
legar, en í sumum tilvikum er aðilum farmsamnings heimilt að víkja frá þeim með samningi. í farmsamningum kveður mikið að ákvæðum um undanþágu frá bótaábyrgð og eru sumar þeirra mjög mikilvægar. Ekki verður greint frá því í hve ríkum mæli heimilt sé með samningi að víkja frá bótareglunum. Ekki verður heldur greint frá lagaskilareglum um gildissvið bótaákvæða siglingalaga eða loftferðalaga. Greinargerðin takmarkast við reglur í settum lögum, en samn- ingsákvæði geta leitt til annarrar niðurstöðu, að því leyti, sem lagareglur eru frávíkjanlegar. Reglur greindra laga um ábyrgð farmflytjanda eru að meira eða minna leyti sóttar til annarra Norðurlanda, sem lögfest hafa bótaákvæði alþjóðasaminga. Þessir samningar eru Haag-Visby reglurnar frá 1968 um farmskírteini, Varsjár- samningurinn um loftflutninga frá 1929 með viðauka, sem gerður var í Haag árið 1955 og svonefndur CMR-samningur, sem gerður var í Genf 1956 og fjallar um samninga um vöruflutning á akvegum milli landa. Hér áeftir verðaorðin farmurog vara (eða vörur) notuð ísömu merkingu, ení íslenskri löggjöf er nokkuð á reiki hvaða orð eru notuð um þetta og önnur hugtök, sem hér skipta máli. Viðfangsefnið hér er skaðabótaábyrgð, sem fellur á farmflytjanda vegna meðferðar farms, þ.e. ábyrgð á tjóni af völdum þess að farmur skemmist, eyðileggst, týnist eða honum seinkar í flutningi.1 Á íslensku er ábyrgð þessi ýmist nefnd flutningsábyrgð, umönnunarábyrgð, varðveisluábyrgð eða vörsluá- byrgð, en á öðrum norðurlandamálum “transportansvar.” Utan efnisins er ábyrgð farmflytjanda, sem afhendir farm til rangs viðtakanda, svo og ábyrgð vegna rangra upplýsinga um farm í farmskírteini eða öðrum heimildarskjölum. Um bótaábyrgð vegna tjóns á farangri gilda oft reglur, sem eru frábrugðnar reglum um ábyrgð á tjóni á farmi. Um farangur verður ekki fjallað hér.2 Reglur flutningaréttar um mat á tjóni eða ákvörðun bótafjárhæðar verða ekki ræddar, en í lokin verður gefið yfirlit um hámarksfjárhæðir, sem bótaábyrgð flytjanda takmarkast við. 2. HUGTAKIÐ FARMFLYTJANDI O.FL. Hér verður heitið flytjandi eða farmflytjandi notað um þann, sem með samningi tekur að sér flutning farms fyrir annan. Hinn aðili samningsins er í sigll. nefndur farmsamningshafi. Loftfl. og LSL hafa ekki sérstakt heiti á honum, heldur nota heitið sendandi. Þriðju menn 1 Um bótaskyldu vegna seinkunar farms gilda sömu reglur og um skemmdir á farmi, sjá 115. gr. loftfl. og 16. gr. LSL. Ákvæði um seinkun vantar hins vegar í 68. gr. sigll.. sjá nánar Arnljótur Björnsson (1987b), bls. 111. 2 Um reglur siglingalaga um ábyrgð farsala á farþegum og farangri sjá Arnljótur Björnsson (1987c). 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.