Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1990, Blaðsíða 29
sem tékkafjárhæð færi ekki yfir kr. 10.000. Eina skilyrðið sem sett var í auglýsingum bankans var að tékkinn væri útgefinn af reikningshafa. Ekki er tekið fram í ofangreindum reglum, að tékkaábyrgðin nái eingöngu til tékka sem sýndir eru innan sýningarfrests skv. 29. gr. tél. en eins og kunnugt er fellur tékkaréttur niður fyrir vangeymslu ef tékki er ekki sýndur innan sýningar- frestsins. E.t.v. er eðlilegt að skýra tékkaábyrgðarreglur bankanna svo að þær nái eingöngu til fullgildra tékka. Þar sem greiðslubanka er hins vegar heimilt að taka við tékka sem sýndur ereftir30dagafrestinn, sbr. 2. mgr. 32. gr. tél., er það þó ekki vafalaust. Hefði því verið eðlilegast að taka skýrt á þessu í tékkaábyrgð- arreglunum.3" Að framansögðu athuguðu virðist augljóst, að mörg tilvik geti borið að þar sem greiðslubanki er skyldur, vegna almenns loforðs um tékkaábyrgð sem felst í auglýsingu framangreindra reglna, að leysa til sín tékka, en er ekki heimilt eða mögulegt að skuldfæra reikning útgefanda fyrir tékkanum. Hér má t.d. nefna þau tilvik þegar ekki er til nægjanleg innistæða á tékkareikningi útgefanda, bú útgefanda hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og innistæða tékkareikningsins dregin undir skiptin, tékkareikningi útgefanda hefur verið lokað eða útgefandi hefur afturkallað tékkann sbr. 1. mgr. 32. gr. tél. Ábyrgð greiðslubankans skv. framangreindum reglum, erekki tékkaréttarleg í hefðbundnum skilningi, enda hefur bankinn ekki áritað tékkann skv. 25. gr. tél. Það er því ekki hægt að höfða tékkamál skv. 17. kafla 1. 85/1936 á hendur greiðslubankanum á grundvelli framangreindra reglna.31 10. LOKAORÐ Þær raddir hafa heyrst að tékkalögin séu orðin svo gömul og úrelt, að það megi ekki láta þau hefta eðlilega þróun tékkaréttarins sem átt hafi sér stað hér á Islandi. Eins og áður er vikið að, eru tékkalög okkar sprottin af Genfarsamþykktinni um tékkarétt frá 19. mars 1931. Öll helstu viðskiptalönd okkar hafa tékkalög sem eru í samræmi við þennan samning. Þetta lagasamræmi hefur verið mjög mikilsvert fyrir þær þjóðir sem eru hvað mest í fararbroddi verslunar og viðskipta. Þar sem útlit er fyrir að viðskiptamarkaður Evrópu muni í náinni framtíð renna meira og minna saman, er ljóst að mikilvægi lagasamræmingar- innar á þessu sviði mun enn aukast. Það er því líklegt að dómstólarnir verði tregir til að víkja frá viðurkenndum Iögskýringum á tékkalögunum. Pá vekur einnig athygli aö ekki kemur fram í tékkaábyrgðarreglunum aö þaö sé skilyrði tékkaábyrgðarinnar aö tékki hafi verið ritaður á stööluð tékkaeyðublöð greiðslubankans. 31 Lvngsö. P.. Nye regler om indlösning af checks. 493. 107

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.