Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 59
Maríu Sveinbjörnsdóttur var tekið fyrir af EFTA-dómstólnum árið 1997, en í málinu var skaðabótaskyldu ríkisins haldið fram í fyrsta sinn. Hvort sem það er kaldhæðnislegt eða viðeigandi varðaði meint brot íslenska ríkisins á EES- samningnum sömu tilskipun og fjallað var um í Francovich-málinu, tilskipun ráðsins 80/987/EBE um vemd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjald- þrota. 5.1 Mál Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur64 Erla María Sveinbjömsdóttir starfaði um árabil á vélaverkstæði sem lýst var gjaldþrota í mars 1995. Abyrgðarsjóður launa neitaði að greiða henni ógreidd laun. Kröfu Erlu Maríu var hafnað á þeirri forsendu að krafan hefði ekki verið viðurkennd sem forgangskrafa í þrotabúið sem aftur á móti stafaði af því að bróðir Erlu Maríu átti 40% hlutafjár í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Akvörðun ábyrgðarsjóðsins var tekin á grundvelli íslenskra laga um ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota. Tilskipun ráðsins 80/987/EEC setti hins vegar reglur um vemd launakrafna starfsmanna yrði vinnuveitandi gjaldþrota, án þess að heimila að systkini væru undanþegin þessari vemd.65 Erla María höfðaði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu í mars 1997 þar sem hún byggði mál sitt á því að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á því að hafa ekki lagað löggjöf landsins66 réttilega að tilskipun EBE. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dóm- stólsins um tvö atriði. í fyrsta lagi hvort íslenska löggjöfin samræmdist ákvæð- um tilskipunarinnar og í öðm lagi hvort það varðaði ríkið skaðabótaábyrgð að hafa ekki lagað landslög með fullnægjandi hætti að EES-löggjöf. Að því er varðar fyrstu spuminguna taldi EFTA-dómstóllinn að samkvæmt tilskipuninni væri ekki heimilt að hafna kröfu Erlu Maríu um greiðslu úr ábyrgðarsjóði sökum fjölskyldutengsla hennar við eiganda að stórum hlut fyrirtækisins. EFTA-dómstóllinn varð því að svara seinni spumingunni um hvort ríkið gæti orðið skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum vegna ófullnægjandi aðlögunar landsréttar að EES-löggjöf. 5.1.1 Stefnandi - Erla María Sveinbjörnsdóttir Auk aðila málsins, Erlu Maríu og ríkisstjómar íslands, lögðu ríkisstjómir Noregs og Svíþjóðar sem og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjóm Evrópubandalaganna fram greinargerðir til EFTA-dómstólsins varðandi seinni 64 Mál nr. E-9/97 Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslandi. Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998 bls. 97. 65 Tilskipun ráðsins 80/987/EEC frá 20. október 1980, breytt með tilskipun ráðsins 87/164/EEC frá 2. mars 1987, sérstaklega 2. mgr. 1. gr. og 10. gr. tilskipunarinnar sem vísað er til í 24. grein viðauka XVIII við EES-samninginn. 66 1. mgr. 5. gr. og 6. gr. laga um ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota og 3. mgr. 112. gr. sbr. 3. gr. laga um gjaldþrotaskipti. 353
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.