Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 36
TÆICNI OG ÞJÓNUSTA ir ab lengd vélanna ræður því hversu marga flokka er hægt að hafa en vél- arnar frá Style eru fáanlegar í mörgum stærðum. Ragnar segir ab hægt sé að flokka margar fisktegundir meb þessum vélbúnabi og nú er vél frá Style að fara vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem hún verður notuð til flokkunnar á kolmunna. Þá hefur Style selt eina vél til flokkunar á rækju en Ragnar telur hana henta mjög vel fyrir rækjuiðnað- inn. Hægt er ab hafa allt upp í 30 flokk- unarbrautir og boðið er upp á fjórar breiddir af vélunum og fjögurra, fimm eða sex metra lengdir. „Við vorum beðnir í fyrra um að flokka iðnaðarrækju og í þeirri tilraun vorum við að flokka rækju sem er með 270-360 stykkjum í kílói. Sú sex brauta vél sem við vorum meb komst upp í ab flokka 1800 kíló á klukkutíma og skil- aði rækjunni í 7 flokka og það sýnir vel hversu mikill nákvæmni er hægt að ná," segir Ragnar. Ragnar telur tvímælalaust að vélin fari betur með hráefnið en sá búnaður sem mest hefur verið notaður fram til þessa. „Vélin fer miklu betur með fisk- inn en hristararnir og flokkunin er miklu betri en í beltisvélununum. Ná- kvæmnin og hraðinn er það sem vél- arnar byggja á og til að mynda vorum við farnir að keyra í gengum eina vél hjá Granda nú á vertíðinni 500 loðnur á sekúndu. Vélin annaði 13-14 vörubíl- um á klukkustund og annaði á við fjóra stóra hristara," segir Ragnar. Hann segir ab í loðnufrystingunni sé nákvæmnin svo mikils virði í bein- hörbum peningum að tækjabúnaður sem skili betri flokkun og þar með meira verðmæti fyrir fyrirtækin sé fljót- ur að borga sig upp. Hér má greinilega sjá hvemig flokkunin fer fram. Loðnan kemur inn í flokkunarbraut- irnar en bilið í brautunum eykst eftir því sem fjcer kemur innmötuninni. Þegar loðn- an dettur niður um rifuna fer hún í réttan flokk. Ragnar hefur fengist við þróun og framleiðslu á sérhæfðum vélum fyrir sjávarútveginn frá árinu 1970. Áður starfaöi hann á vegum SÍS í Bandaríkj- unum og hafði einnig kynnst vélbún- aði í fataframleiðslu þannig að hann var ekki ókunnugur því að fást vib að leita lausna á hinum ýmsu verkefnum. „Við erum ekkert byrjaðir að skoða markaðinn í landbúnaði fyrir þessa vél en sú grein er langtum stærri en sjávar- útvegurinn og mér sýnist vélin hafa mikla kosti umfram aðrar í sambandi við flokkun á t.d. kartöflum, epli og raunar öllu grænmeti sem þolir þessa meðhöndlun," segir Ragnar. Leiðrétting í skipalýsingum í 6. og 7. tölublöðum Ægis á síðasta ári voru villur sem ástæða er til að leiðrétta. í 6. tbl var lýsing á Snorra Sturlusyni RE og þar sagt að dýpt að neðra þilfari væri 4,5 metrar en þar átti ab standa 5 metrar. í lýsingu á Brúarfossi í 7. tbl var sagt að slaglengd aðalvélar skipsins væri 1.600 mm en rétt slaglengd er 1.620 mm. NAMSKEIÐ A komandi sumri mun Slysavarnaskóli sjómanna halda námskeið á eftirfarandi stöðum: Keflavík 3. til 6. júní Vestmannaeyjum 10. til 13. júní Neskaupstað 16. til 20. jum Eskifirði 23. til 26. júní Raufarhöfn 1. til 4. júlí Húsavík 8. til 11. júlí Skólaskipið Sæbjörg mun hafa viðkomu á þessum stöðum. Skipstjórnarmenn eru jafnframt áminntir um gildistöku laga um öryggisfræðslu, sem taka munu gildi um næstu áramót. Slysavarnaskóli sjómanna Sími 562 4884 • 852 0028 36 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.