Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 12
endur treysti okkur betur og líka skapar það okkur traust á mörkuðunum að vera komnir í samstarf við Síldarvinnsl- una á Neskaupstað en við vinnum sam- an á sviði sölu- og markaðsmála. SR-mjöl hefur fengið góða byrjun Þórður var mikill stuðningsmaður þess að Síldarverksmiðjum ríkisins var breytt í hlutafélagið SR-mjöl og hann segir að á sínum tíma hafi Síldarverk- smiðjurnar endað sitt skeið með glæsi- brag og nýja fyrirtækiö fengið fljúgandi start. „Síðasti mánuðurinn sem Síldarverk- smiðjur ríkisins störfuðu var stærsti hráefnismóttökumánuður þeirra frá upphafi og þegar þessi breyting varð vom allar verksmiðjurnar fjórar í fullri starfsemi. Síðan þá hafa verið góð ár fyrir SR-mjöl enda hefur verið upp- gangur hjá öllum fyrirtækjum sem starfa við veiðar og vinnslu uppsjávar- fiska. Gengi hlutabréfa fyrirtækja í sjáv- arútvegi hefur hækkað mjög mikið á sama tíma, þótt SR-mjöl sé ekkert met í þeim efnum." Þórður viðurkennir að umræðan hafi verið mjög neikvæð í garð þeirra aðila sem keyptu hlutabréfin í SR-mjöli á sínum tíma og hann telur hana hafa verið ósanngjarna „Fyrst að fyrirtækið var á annað borð selt þá held ég að ekki hafi verið unnt að benda á eðlilegri kaupendahóp en þær útgerðir sem lagt höfðu upp hjá fyrirtækinu, sumar hverjar áratugum saman og verið þannig undirstaða fyrirtækisins. Síðan voru í þessum kaupendahópi lifeyris- sjóbir og mikill fjöldi starfsmanna fyrir- tækisins. Sumt af því sem sagt hefur verið um þessi mál er algerlega rangt og frá mínum bæjardyrum séð var sú nið- urstaða sem fékkst sú eina rétta. SR- mjöl hf. hefur gengið vel, við höfum haft mikið hráefni og ekki orðið fyrir neinum stóráföllum. Á sama tíma hef- ur fyrirtækið náð að endumýja búnað verksmiðjanna og er vonandi sterkt, eins og Síldarverksmibjurnar voru áður." í fararbroddi í tækni og markaðssetningu Þórbur telur ekki líkindi til að fyrirtæk- ið fjölgi verksmiöjum frekar á næstu árum. Stjórnendur fyrirtækisins komi til með að marka því stefnu til framtíð- ar en vísast byggi sú framtíðarstefna á því sem alltaf hafi verib einkunnarorð SR-mjöls og Síldarverksmiðjanna áður, þ.e. að vera fararbroddi í tækni og markaðssetningu. „Fyrirtækið er fyrst og fremst í rekstri fiskimjölsverksmiðja og á meöan svo er þá verður að leggja höfuðáherslu á að halda forystu í þessari grein til að geta keppt á hráefnismarkaðnum því SR- mjöl er með þá sérstöðu að hafa ekki aögang að kvóta. Okkur finnst auðvitað blóðugt ab vera með 60 ára sögu í bræbslu og hafa þar af leiöandi verið burðarás í að halda bræðslufiskveiðum gangandi en eiga engan rétt á auðlind- inni. Síldarverksmibjunum var nánast bannað samkvæmt lögum ab gera út, þær áttu að halda uppi möguleikum til veiba á bræðslufiski og taka vib honum og selja sínar afurðir. Ég tel að ef einka- væðing fyrirtækisins hefði átt sér stað 10 árum fyrr þá væri allt önnur staða varðandi samsetningu fyrirtækisins," sagði Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR- mjöls hf. BOTNTOGS HLERAR „FYRIR ALLAR BOINTOGS VEIÐAR'' J. HINRIKSSON H.F. SÚÐARVOGI 4 SlMAR 588-6677 8. 581-4677 104 REYKJAVlK FAX 568-9007 „FRAMLEIÐENDUR TOGBÚNAÐAR í ÁRATUGI" 12 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.