Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri: r Islensk fiskvinnsla ) þessu blaði er sérstaklega fjallað um fiskvinnslu á íslandi. Fiskvinnsla hefur skipað sérstakan sess í hugum okkar og tengist miklum umsvifum við hafnir og sögum um svaðilfarir og verbúðarlíf. Einnig tengist hún þeirri alkunnu staðreynd að 75 til 80% af öllum okkar vöruútflutningi séu sjávarafurðir. í þróun byggðar á íslandi á þessari öld skiptir fiskvinnslan, aðferðir og tækni sú sem notuð er við hana öllu máli. í dag er fiskvinnsla á íslandi háþróuð grein matvælavinnslu og hvort sem vinnslustöðin er stór eða smá þá verður hún að uppfylla ákveðnar kröfur. Bæði kröfur vegna útflutnings héðan og þar með innflutning til annarra landa, svo og eðlilegar heilbrigðiskröfur vegna þess sem framleitt er til sölu hér á landi. Húsnæði fiskvinnslunnar og allt umhverfi hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum og ekki síst nú allra síðustu árin. Hugtökin „að vinna bara í fiski" eða „að vera í slorinu" eiga ekki lengur við. Þú getur ekki bara labbað inn í næsta frystihús til að skoða eða horft á fisk flattan á fjóshaugnum, eins og dæmi voru um á fyrri tímum. í dag em húsin þrifin hátt og lágt oft á dag og starfsfólk verður að uppfylla ákveðnar kröfur um heilbrigði og verður að klæðast viðeigandi vinnufatnaði til að geta unnið við fiskinn. Og aðgangur er takmarkaður að vinnusvæðinu, þannig er þróun til tæknivæðingar og betri nýtingar fjárfestingar og mannafla í greininni. Ekki er langt í að mun meiri menntunar verður krafist af öllu starfsfólki sem vinnur í fiskvinnslu heldur en nú er gert. Starfsheitið sérhæfður fiskvinnslumaður er til og ekki líður á löngu þar til fiskiðnaðarmaður verður starfsheiti sem eðlilegt er að taka upp á sama hátt og t.d. kjötiðnaðarmaður eða mjólkurfræðingur. Matvælafræði hefur verið kennd sem sérstök grein innan háskóla og hafa þeir sem þaðan hafa útskrifast aðallega farið í rannsóknastofnanir eða kennslu. Það er full þörf fyrir þessa aðila úti í vinnslustöðvunum og þangað verðum við að beina þeim. Fiskvinnslan fer fram annars vegar um borð í fiskiskipum og hins vegar á landi. Það að vinna fisk úti á sjó er ekki nýtt fyrirbæri heldur var slíkt stundað á árum áður. Til dæmis var fiskað í salt á skútum og síðar á togurum og öðrum fiskiskipum. Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að landvinnslan eins og nú er háttað berst í bökkum. Mikið tap hefur verið á rekstri fiskvinnslu í landi á síðari árum, en öll þróun vinnslunnar kostar verulega peninga og til að sú þróun hafi eðlilegan framgang þarf vinnslan að hafa svigrúm í rekstri til þess. Það sama gildir ef á að halda vel menntuðu starfsfólki í greininni. Þá þarf að greiða mannsæmandi laun. Það er því nauðsynlegt að skoða í heild þá stefnu sem stjórnvöld hafa í nýtingu þeirrar lifandi auðlindar sem er í hafinu í kringum ísland. Þannig að sem mest hagkvæmni náist og tekið sé tillit til sjónarmiða markaðsins um að lifandi náttúruauðlindir séu nýttar á sjálfbæran og því vistvænan hátt. Sé slíkt gert tel ég landvinnsluna hafa mikla möguleika til vaxtar í framtíðinni. ÆGÍU 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.