Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 24
„Vildum einfalda vinnslurásina og bæta meðferð á hráefninu“ - segir Björn Jóhannsson, hönnuður nýrrar bolfisklínu Landssmiðjunnar hf. Landssmiðjan hf. vinnur að þróun og markaðssetningu nýrrar gerð- ar afvinnslulínu fyrir bolfisk. Fróð- legt verður að fylgjast með hvernig viðtökur vinnslulínan fœr á mark- aðnum þar sem hún víkur ígrund- vallaratriðum frá þeim hefðbundnu flceðilínum sem hingað til hafa verið hvað þekktastar í frystihúsum og innleiðir um leið ný vinnubrögð við vinnslu á bolfiski. Upphafsmaður þeirrar hugmyndar sem nýja vinnslulínan byggir á er Björn Jóhannsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Landssmiðjunnar. Hann segir að haft hafi verið að leiðarljósi að einfalda vinnslurásina á sem flestum stöðum en gera um leið alla með- höndlun hráefnis sem allra besta, ásamt því að laga umhverfi og önnur ytri skilyrði sem áhrif hafa á vöruna á ferð hennar í gegnum vinnsluna. Ferill vinnslunnar er þannig að eftir roðflettingu fara flök á plötum í gegnum snyrtingu, skoðun og forfrystingu, síðan í niðurskurð og að lokum í laus- frystingu. Eftir roðflettinguna er hvert flak sett á 20x60 cm plötu og er eitt flak að jafnaði á hverri plötu. Platan er síðan vegin með flakinu á og þannig fæst nákvæm skráning á hverju einasta flaki þar sem svokallaðir „þekklar" eru í hverri plötu, en af „þekklunum" er lesið á biðstöð er auð. Við hvert snyrtiborð er skráningarstöð fyrir starfsmann sem skráir sig með „þekkli" að og frá vinnu. Nákvæmar upplýsingar fyrir og eftir snyrtingu Starfsmaður ákveður sjálfur, fullkom- lega óháður öðrum við línuna, hvenær hann er tilbúinn til að taka við næsta flaki til snyrtingar. Ávallt er flak í biðstöðu við snyrtistöðina. Starfsmaðurinn tekur til sín flakið af plötunni og snyrtir á snyrtiborðinu. Snyrta flakið er síðan hlutað niður samtímis snyrtingunni og flakahlutar þ.e. sporðstykki, hnakkastykki og mið- stykki, eða heil flök sé þess óskað, eru sett aftur á sömu plötu og eru þá full- frágengin til sjálfvirkrar höndlunar í framhaldsvinnslunni. Starfs- maður staðfestir að snyrtingu sé lokið og sjálfvirkt flyst platan inn í kælda stokkinn við línuna og samtímis kemur ný plata með ósnyrtu flaki að snyrtiborð- inu. Plata með snyrtum flakabit- um eða flaki er send áfram yfir vog þar sem mæld er þyngd eftir snyrtingu. Þessu næst fara vald- ar plötur með flakabitum (flaki) í skoðun þar sem eftirlitsmaður skoðar og metur gæði snyrtingar án þess þó að vita hver vann verkið. Þær upplýsingar fara sjálfvirkt til stjórn- stöðvar. Hœgt er að fylgjast með hverju og einu flaki á ferð þess í gegnum vinnsluna rafrænan hátt. Platan fer því næst inn í kældan safnstokk í snyrtilínu og al- gjörlega óháð innmötunarröð sjálf- virkt í biðstöðu við snyrtiborð þar sem Bjöm Jóhannsson, tceknilegur fram- kvæmdastjóri Landssmiðjunnar hf.r hefur undanfarin misseri haft í nógu að snúast við hönnun og lokafrágang nýju línunnar. 24 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.