Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Síða 24

Ægir - 01.03.1998, Síða 24
„Vildum einfalda vinnslurásina og bæta meðferð á hráefninu“ - segir Björn Jóhannsson, hönnuður nýrrar bolfisklínu Landssmiðjunnar hf. Landssmiðjan hf. vinnur að þróun og markaðssetningu nýrrar gerð- ar afvinnslulínu fyrir bolfisk. Fróð- legt verður að fylgjast með hvernig viðtökur vinnslulínan fœr á mark- aðnum þar sem hún víkur ígrund- vallaratriðum frá þeim hefðbundnu flceðilínum sem hingað til hafa verið hvað þekktastar í frystihúsum og innleiðir um leið ný vinnubrögð við vinnslu á bolfiski. Upphafsmaður þeirrar hugmyndar sem nýja vinnslulínan byggir á er Björn Jóhannsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Landssmiðjunnar. Hann segir að haft hafi verið að leiðarljósi að einfalda vinnslurásina á sem flestum stöðum en gera um leið alla með- höndlun hráefnis sem allra besta, ásamt því að laga umhverfi og önnur ytri skilyrði sem áhrif hafa á vöruna á ferð hennar í gegnum vinnsluna. Ferill vinnslunnar er þannig að eftir roðflettingu fara flök á plötum í gegnum snyrtingu, skoðun og forfrystingu, síðan í niðurskurð og að lokum í laus- frystingu. Eftir roðflettinguna er hvert flak sett á 20x60 cm plötu og er eitt flak að jafnaði á hverri plötu. Platan er síðan vegin með flakinu á og þannig fæst nákvæm skráning á hverju einasta flaki þar sem svokallaðir „þekklar" eru í hverri plötu, en af „þekklunum" er lesið á biðstöð er auð. Við hvert snyrtiborð er skráningarstöð fyrir starfsmann sem skráir sig með „þekkli" að og frá vinnu. Nákvæmar upplýsingar fyrir og eftir snyrtingu Starfsmaður ákveður sjálfur, fullkom- lega óháður öðrum við línuna, hvenær hann er tilbúinn til að taka við næsta flaki til snyrtingar. Ávallt er flak í biðstöðu við snyrtistöðina. Starfsmaðurinn tekur til sín flakið af plötunni og snyrtir á snyrtiborðinu. Snyrta flakið er síðan hlutað niður samtímis snyrtingunni og flakahlutar þ.e. sporðstykki, hnakkastykki og mið- stykki, eða heil flök sé þess óskað, eru sett aftur á sömu plötu og eru þá full- frágengin til sjálfvirkrar höndlunar í framhaldsvinnslunni. Starfs- maður staðfestir að snyrtingu sé lokið og sjálfvirkt flyst platan inn í kælda stokkinn við línuna og samtímis kemur ný plata með ósnyrtu flaki að snyrtiborð- inu. Plata með snyrtum flakabit- um eða flaki er send áfram yfir vog þar sem mæld er þyngd eftir snyrtingu. Þessu næst fara vald- ar plötur með flakabitum (flaki) í skoðun þar sem eftirlitsmaður skoðar og metur gæði snyrtingar án þess þó að vita hver vann verkið. Þær upplýsingar fara sjálfvirkt til stjórn- stöðvar. Hœgt er að fylgjast með hverju og einu flaki á ferð þess í gegnum vinnsluna rafrænan hátt. Platan fer því næst inn í kældan safnstokk í snyrtilínu og al- gjörlega óháð innmötunarröð sjálf- virkt í biðstöðu við snyrtiborð þar sem Bjöm Jóhannsson, tceknilegur fram- kvæmdastjóri Landssmiðjunnar hf.r hefur undanfarin misseri haft í nógu að snúast við hönnun og lokafrágang nýju línunnar. 24 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.