Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 6
Sjómannaalmanakið - hið eina sanna!: Tvískipt og enn betra Sj ómannaalmanak! - íslensk skipaskrá með myndum fylgir endurgjaldslaust í sérstakri bók! ^jótnannaalmanakið ‘99 kemur út l3 í nœsta mánuði í 74. sitin. Að þessu sinni verður almanakið tví- skipt: annars vegar hið eiginlega Sjó- inannaalmanak með öllum helstu upplýsingum sem hafa þarfvið hönd- ina í sjávarútvegi, hvort heldur er til lands eða sjávar, og svo íslensk skipa- skrá með myndum í sérstakri 500 síðna bók. í henni verða litmyndir af nœr öllum þilskipum sem gerð eru út á íslandi og skrá yfir kvóta allra ís- lettskra skipa og báta. í almanakinu '99 verða enn fleiri og stœrri skipa- tnyndir en verið Itafa áður. Enn meiri yfirburðir Lesendakannanir hafa leitt í ljós að níu af hverjum tíu skipstjórnarmönn- um eru ánægðir með Sjómannaalman- ak Fiskifélags íslands og tveir af hverj- um þremur notast við það í sínu starfi. Greinilegt er að þeir stjórnendur á landi og sjó sem nota Sjómannaalm- anakið eru mun ánægðari með það en þeir sem notast við almanak Skerplu, samkvæmt könnun sem gerð hefur verið meðal skipstjórnarmanna. ítarlegri hafnaskrá með myndum Skrá yfir hafnir á íslandi verður enn ít- arlegri í almanakinu '99 en verið hef- ur. í>á verður þjónustukafli hafnaskrár- innar, þ.e. auglýsingar og upplýsingar einstakra hafna og þjónustuaðila, einnig ítarlegri og vandaðri. 6 NGiin -------------------------- Hafnaskráin fylgir skipaskrárhluta almanaksins. Myndum af höfnum verður fjölgað og leitast er við að hafa upplýsingar um hafnir, dýpi, viðlegu- kanta oþh. sem nákvæmastar. Skipaskráin mest lesin Markaðs- og lesendakannanir hafa leitt í ljós að íslenska skipaskráin er það efni Sjómannaalmanaks Fiskifé- lagsins sem mest er notað. 80% les- enda almanaksins nota skipaskrána nær daglega enda kemur hún að margháttuðum notum fyrir sjómenn - hvort heldur er við vinnu eða á frí- vöktum þar sem skipverjar ræða sín á milli um önnur skip og báta. Upplýs- ingar um flóð og fjöru, dýpi og þess háttar, fylgir þar á eftir. Nokkrir aðrir flokkar koma síðan í kjölfarið, s.s. aug- lýsingar, lagakaflinn og margháttaðar upplýsingar aðrar. Traustasti auglýsingamiðill í ís- lenskum sjávarútvegi Markaðs- og lesendakannanir síðustu missera hafa staðfest að Sjómanna- almanak Fiskifélagsins er einhver traustasti auglýsingamiðill sem fyrir- finnst í íslenskum sjávarútvegi. Komið hefur í ljós að meira en tveir af hverjum þremur skipsstjórnendum notast við Sjómannaalmanak Fiskifé- lagsins í starfi sínu og eru mun ánægð- ari en þeir sem notast við önnur almanök. Hluti Itópsins sem vinnur að Sjómannaalmanakinu: Fremstur er Bjarni Kr. Grímsson, fráfarandi fiskimálastjóri, og Kristjana Gunnarsdóttir hönnuöur í Ritu. Aftar standa Ótnar Valdimarsson Athygli, Elín Sigurðardóttir umbrotsmaður í Ritu, Silja Ásbergsdóttir, umbrotsmaður í Ritu, Inga Ágústsdóttir auglýsingastjóri í Markfelli, Guðbergur Rúnars- son, verkfrœðingur hjá Fiskifélaginu og Birna Sigurðardóttir, auglýsingastjóri í Markfelli.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.