Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hlutabréfahástökkvarinn Hraðfrystihús Eskifj arðar hf. Skipting afla Hraðfrystihúss Eskifjarðar 1997 eftir verkunaraðferðum 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 153.689 tonn 2.310 tonn Til bræðslu Til frystingar Til söltunar Rækja loðna, síld, bolfiskur, bolfiskur til vinnslu fiskúrgangur ioðna, síld, loðnuhrogn TT Yaxnaður £1 Hraðfrysti- húss Eskifjarðar fyrir skatta HRAÐFRYSTIHÚS fyrstu sex mán- ESKIFJARÐAR HF uði þessa árs var tœplega 330 milljónir króna en að sköttum frá- dregnum um 275 milljónir króna. Þetta var í fyrsta skipti sem HE birti 6 mánaða uppgjör en áður hefur fé- lagið birt 4 og 8 mánaða uppgjör. Þetta er mun meiri hagnaður en á öllu síðasta ári og meiri hagnaður en margir sérfrœðingar á hlutabréfa- markaðinum spáðu. Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri Hraðrystihúss Eskifjarðar, telur að búast megi við að reksturinn verði í jafnvægi það sem eftir lifir ársins, eða í samræmi við áætlanir. Tíðindamaður Ægis fékk hann til að segja örlítið frá rekstri félagsins og rifja upp helstu kennitölur úr rekstrinum á síðasta ári. Veltan þrefaldast á 10 árum Magnús Bjarnason er ánægður með stöðu mála hjá fyrirtækinu. Hann seg- ir veltu þess hafa hátt í þrefaldast á síðasta áratug árið 1988 var heildar- veltan 1,4 milljarðar en á síðasta ári rúmlega 3,7 milljarðar. Árið 1997 var hið besta í rúmlega hálfrar aldar sögu fyrirtækisins en aðeins eitt sjávarút- vegsfyrirtæki á landinu sýndi betri af- komutölur miðað við hagnað af reglu- legri starfsemi á síðasta ári. Sem og í öðrum sjávarútvegsfyrir- tækjum ræður kvótastaðan miklu. Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur yfir að ráða 1,91% af heildarkvóta þetta fisk- veiðiár og hefur kvótastaða fyrirtækis- ins batnað um 3,43% á milli fiskveiði- Magnús Bjamason, framkvœmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. ára. Þetta þýðir að fyrirtækið hefur yfir að ráða 8,136% af úthlutuðum loðnu- Texti: Elma Guðmundsdóttir kvóta samkvæmt fyrstu úthlutun. Skip félagsins hafa veitt um 8% úr úthlut- un úr norsk-íslenska síldarstofninum síðastliðin tvö ár. Þrátt fyrir að loðnuverksmiðja fyrir- tækisins tæki við 8.000 tonnum minni afla á síðasta ári en 1996, jukust tekjur hennar um 45 milljónir króna og tekj- ur útgerðar jukust um rúmlega 100 milljónir. Loðnuverksmiðjan og frystihúsið Loðnuverksmiðja HE hefur á undan- förnum árum verið meðal þeirra verk- smiðja landsins sem hefur tekið á móti mestu hráefni til bræðslu, en tæplega 154 þúsund tonn bárust til hennar á síðasta ári. Á undanförnum fjórum árum hefur verksmiðjan verið endurnýjuð nánast að öllu leyti og er AGIR 15 Ægir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.