Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI milljónir króna, í fasteignum fyrir 63 milljónir króna og í hlutabréfum fyrir 107 milljónir króna. Kostnaðartölur vegna breytinga á nótaskipinu Jóni Kjartanssyni eru aðeins að hluta til færðar á síðasta ár, en endurbyggingu skipsins í Póllandi lauk s.l. vor. Afkoman 1997 Eins og fram kom í upphafi nam hagnaður Hraðfrystihúss Eskifjarðar af reglulegri starfsemi fyrir skatta 345 milljónum króna á síðasta ári en 241 milljón króna þegar tekið hefur verið tillit til tekjuskatts að fjárhæð 104 milljónir króna og er félagið eina út- gerðarfyrirtæki landsins í hópi 20 kvótahæstu útgerðanna, sem greiddi tekjuskatt á síðasta ári. Afskriftir hækkuðu um 26,3% á síð- asta ári en alls námu þær 226 milljón- um króna. Fjármagnskostnaður var 136 milljónir króna og er það 27,5% hækkun milli ára. Veltufé frá rekstri jókst um 4,3% eða úr 539 milljónum króna í 562 milljónir króna. Sam- kvæmt efnahagsreikningi var bókfært verð eigna rúmlega 3,8 milljarðar og hafði aukist nettó um 16,7%. Skuldir félagsins voru um síðustu áramót rúmlega 2,4 milljarðar króna og höfðu aukist um 11,3% milli ára. Meirihlutinn í eigu fjölskyldu Aðalsteins Jónssonar Hlutabréf Hraðfrystihúss Eskifjarðar voru fyrst skráð á Verðbréfaþingi ís- lands fyrir um ári. í fyrra var talað um bréfin sem hástökkvarann á íslenskum hlutabréfamarkaði svo snöggt hækk- aði gengi þeirra. Stærstu eigendurnir í HE er Aðal- steinn Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, og kona hans Guðlaug Stefánsdóttir, en þau eiga um 37%. Innan fjölskyldu Aðalsteins er hluturinn þó stærri því Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Aðalsteins og Guðlaugar, og synirnir Elvar og Kristinn eiga um 12% hlut. í sumar eignaðist Grandi hf. 7,14% í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og varð um leið þriðji stærsti eigandinn. Hluthafar voru 465 í lok síðasta árs en þeim hef- ur farið heldur fækkandi. Heildarhlutafé í HE er nú um 422 milljónir króna að nafnverði og miðað við gengi hlutabréfanna í dag er mark- aðsvirði þeirra nálægt 4 milljörðum króna. Alli ríki og H-20 Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., eða H-20 eins og húsið er gjarnan nefnt eftir framleiðslunúmeri þess, var stofnað árið 1944 og var þegar hafist handa um byggingu frystihúss. Rekstur þess hófst í ársbyrjun 1947 og var Aðal- steinn Jónsson þá ráðinn fyrsti verk- stjóri frystihússins. Reksturinn gekk vægast sagt illa og var mörgu um kennt, t.d. lélegum tækjabúnaði. Hið rétta er að frá því að frystihúsið tók til starfa og allt fram til ársins 1960 bjó frystihúsið við fiskleysi að nokkrum árum undanskildum þegar síðutogar- inn Austfirðingur, sem var í eigu Esk- firðinga, Reyðfirðinga og Fáskrúðsfirð- inga, og síðar togarinn Vöttur öfluðu hráefnis fyrir húsið. Aðalsteinn var verkstjóri í frystihús- inu til ársins 1956 en þá sagði hann upp störfum vegna ósamkomulags við stjórnendur fyrirtækisins. Fjórum ár- um seinna keypti verkstjórinn fyrrver- andi Hraðfrystihús Eskifjarðar. Kjölfestan í atvinnulífi Eskifjarðar Óhætt er að segja að Hraðfrystihús Eskifjarðar hafi verið kjölfestan í at- vinnulífi Eskifjarðar, sérstaklega hin síðari ár. Hjá félaginu starfa að meðal- tali 280 manns en auk þeirra rekstrar- eininga sem að framan greinir rekur félagið vélaverkstæði, rafmagnsverk- stæði, bifreiðaverkstæði og neta- og nótagerð. Heildarlaunagreiðslur félags- ins voru á síðasta ári 684 milljónir króna. Magnús Bjarnason, réðst sem verk- stjóri hjá Hraðfrystihúsinu þegar Alli hætti. Hann er nú eins og fram hefur komið framkvæmdastjóri félagsins. Þegar hann var spurður hvort það væri trygging fyrir toppsæti innan fyrirtæk- isins að ráðast til þess sem verkstjóri, svaraði hann af hægð sinni: „Nei, ætli það, ég held nú ekki." Æ3IR 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.